Lifandi Saga

Erfingi Napóleóns myrtur af Súlúmönnum

Von um frama á sviði hernaðar knúði hinn unga prins, Louis Napoléon, til að halda til Afríku og elta uppi Súlúmenn en prinsinn átti aldrei afturkvæmt til Frakklands.

BIRT: 29/03/2024

Árið 1879 kom franskur prins í höfuðstöðvar breska hersins í Suður-Afríku. Stríð við Súlúríkið hafði brotist út og hinn 23 ára gamli prins, Eugène Louis Napoléon Bonaparte, þráði að fá að berjast með Englendingum.

 

Þrátt fyrir franskan uppruna sinn hafði prinsinn ungi hlotið menntun sem breskur flotaforingi og meira að segja hlotið meðmæli engrar annarrar en Viktoríu Englandsdrottningar. Hetjan unga var einkasonur fyrrum Frakklandskeisara, Napóleons 3. sem var bróðursonur Napóleons Bónaparte.

 

Æðsti maður heraflans, Frederic Thesiger hershöfðingi, kom prinsinum fyrir í mannvirkjadeild hersins, skammt frá víglínunni og lét fylgdarlið fylgja honum í hvert fótmál. Ef Louis Napóleon særðist eða félli áleit hershöfðinginn að slíkt myndi skaða orðspor Breta.

Louis-Napoléon lét ig dreyma um heiður og frama á vígvellinum í Afríku í stríðinu Breta gegn Súlúmönnum.

Fjölskylda Louis Napóleons hafði flúið frá Frakklandi til Lundúna níu árum áður, eftir að Napóleon 3. laut í lægra haldi fyrir Prússum í bardaganum við Sedan árið 1870.

 

Keisaranum var steypt af stóli eftir ósigurinn og hann lést árið 1873. Louis Napóleon var þá tilnefndur sem Napóleon 4. í útlegðinni en í raun réttri hafði keisaraveldið í Frakklandi þá liðið undir lok.

 

Louis Napóleon dreymdi um að komast til metorða innan hersins, eitthvað í líkingu við þann mikla frama sem hinum víðfræga frænda hans í föðurætt hafði hlotnast. Fyrir bragðið hélt prinsinn ungi af stað til að berja á Súlúmönnum þegar Súlústríðið braust út árið 1879.

 

Hunsaði viðvörun

Í Suður-Afríku reið prinsinn iðulega í burtu frá fylgdarliði sínu til að elta uppi Súlúmenn á gresjunni. Einn af vinum prinsins, breski liðsforinginn Arthur Bigge, sagði í aðvörunartóni: „Farðu þér í engu óðslega og taktu enga óþarfa áhættu“.

 

Í leiðangri einum sem farinn var í júní árið 1879 höfðu prinsinn og nokkrir hermenn farið af baki þegar 40 Súlúmenn skyndilega réðust til atlögu við þá.

Heróp Súlúmannanna fældu hest prinsins Louis Napoléons. Prinsinn gerði allt sem hann gat til að komast aftur á bak en allt kom fyrir ekki og Súlúmennirnir myrtu hann með spjótum sínum.

Hróp mannanna fældu hest prinsins sem hljóp skelfdur á brott. Samkvæmt heimildum eins hermannanna sem komust lífs af tók Louis Napóleon upp byssu sína en spjót Súlúmannanna hæfðu hann og hann lést umsvifalaust.

 

Líkið fannst næsta dag og á því mátti greina alls 18 sár eftir spjót en eitt þeirra hafði stungist inn um augað og inn í heilann. Prinsinn hlaut viðhafnarútför í Englandi og var fjarskyldur ættingi Napóleons 3. tilnefndur sem Napóleon 5.

HÖFUNDUR: AF NATASJA BROSTRÖM , ANDREAS ABILDGAARD

© Ian Knight: Brave Men’s Blood. The Epic of the Zulu War, 1879. London 1990/Wikimedia Commons,© Paul Joseph Jamin/Wikimedia Commons

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.