Einhver furðulegasta hugmynd allra tíma hlýtur að vera þessi uppfinning Frakkans Charles Wulffs frá 1887. Ernir, gammar eða kondórar áttu að knýja þennan loftbelg. Sá sem var niðri í körfunni átti að kalla skipanir sínar upp í gegnum rör til stýrimannsins sem aftur sneri hjóli, sem fuglarnir voru festir við með ólum, og beina flugi þeirra þannig í rétta stefnu. Í fljótu bragði er ekki að sjá að neitt gæti mögulega farið úrskeiðis.