Um 9 ára skeið ræktaði austurríski munkurinn Georg Mendel (1822-1884) ýmsar ertubaunaplöntur og kynblandaði. Með þessu tókst honum að finna grundvallarlögmál erfðafræðinnar og þær reglur sem stýra erfðaeiginleikum í plöntum og dýrum. Það liðu þó 15 ár frá dauða Mendels þar til niðurstöður hans öðluðust viðurkenningu.