Eru eineggja tvíburar líka til í dýraríkinu?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Börn jafnt sem afkvæmi dýra eru tvíburar þegar þau fæðast tvö í einu.

 

Eineggja tvíburnar hafa þróast úr sama frjóvgaða egginu, sem þá hefur skipt sér í tvennt mjög snemma. Tvíeggja tvíburar þróast hins vegar úr tveimur frjóvguðum eggjum.

 

Tvíburafæðingar eru vel þekktar í dýraríkinu, t.d. kemur fyrir að hryssur kasti tveimur folöldum, en þetta eru sjaldnast eineggja tvíburar, þótt það geti komið fyrir.

 

Svo virðist sem eineggja tvíburar séu algengari meðal manna en flestra annarra tegunda.

 

Til er þó ein undantekning, svonefnt níu hringja beltadýr (Dasypus novemcintus), sem alltaf eignast eineggja afkvæmi, meira að segja fjögur talsins.

 

Fjórburar með nákvæmlega sama erfðamassa verða til þannig að hið frjóvgaða egg skiptir sér í tvö, sem hvort um sig skiptir sér svo aftur. Þannig myndast fjórir nákvæmlega eins fósturvísar.

 

Ástæða þess, að frjóvguð egg taka stundum upp á því að skipta sér, er ekki þekkt.

 

Hjá beltadýrinu telja menn þó að þessi aðferð hafi þróast til að auka ungafjöldann í móðurlífi sem er svo sérstakt að egg nær aðeins að festa sig á einum tilteknum stað.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is