Eru litirnir í geimmyndum ekta?

Á síðari árum hafa verið birta æ fleiri litskrúðugar myndir utan úr geimnum. En eru það eðlilegir eða falskir litir sem við fáum að sjá?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Hinir skæru litir sem við fáum stundum að sjá á myndum sem t.d. eru teknar frá Hubble-geimsjónaukanum, eru ekki alltaf í fullu samræmi við það sem við myndum sjá með eigin augum. Stundum nota stjörnufræðingarnir gerviliti til að draga fram ákveðin atriði sem mannsaugað fær ekki greint með öðru móti. Myndavél Hubble-sjónaukans er fær um að fanga alla liti sem mannsaugað greinir og til viðbótar margvíslega geislun sem er okkur ósýnileg, svo sem innrautt ljós og röntgengeislun.

Þegar myndir eru teknar frá Hubble-sjónaukanum er það gert í gegnum síur sem aðeins hleypa í gegnum sig ljósi – eða öllu heldur rafsegulgeislun – af ákveðinni gerð. Með því að setja saman myndir af sama fyrirbærinu, teknar gegnum mismunandi síur, geta stjörnufræðingar svo fengið út mynd í eðlilegum litum. En þeir geta líka tekið þann kost að auka litamun eða sýna ósýnilega geislun í formi ákveðinna lita, eins og sýnt er með dæmum hér að ofan.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is