Nýlega hefur lífeðlisfræðingurinn Guillaume J. Bastien við kaþólska háskólann í Leuven í Belgíu lokið við rannsókn sem sýnir að sherpar eru að líkindum hæfustu burðarmenn í veröldinni – og allavega hæfari en konur í vissum afrískum ættbálkum, sem fram að þessu hafa borið þennan titil.
Við rannsókn sína lét Bastien sherpana ganga sjö sinnum eftir 51 metra langri braut með misþunga byrði á bakinu.
Orkunotkun þeirra var um leið mæld með sérstakri grímu. Í ljós kom að sherparnir gátu borið allt að 20% af eigin líkamsþyngd án þess að efnaskipti ykjust í líkamanum.
Þeir reyndust líka nýta orkuna ótrúlega vel þegar þeir báru þyngri byrðar. Sumir voru færir um að bera allt að tvöfalda líkamsþyngd sína.
Nú gera vísindamennirnir ráð fyrir að í vöðvum sherpa sé að finna óvenju mikið af vöðvatrefjum af gerðinni I, sem ekki þreytast jafn fljótt. Fitusnautt fæði þeirra er líka talið geta bætt súrefnisnýtingu líkamans. Hugsanlegt er að þessi þróun sé þáttur í aðlögun sherpa að aðstæðum sínum, en þeir bera framleiðslu sína iðurlega meira in 100 km á markaði í stærri bæjum.