Eru til mismunandi gerðir af biblíunni?

BIRT: 07/10/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Já, það eru til mismunandi útgáfur.

Biblía kristinna manna er samsett úr tveimur hlutum, annars vegar 27 kristnum ritum sem safnað var saman í hið svokallaða nýja testamenti á 3. og 4. öld.

Þessi rit voru skrifuð á grísku og sett aftan við gríska útgáfu af biblíu gyðinga, sem nefnd var gamla testamentið.

 

Í þessari snemmbornu biblíu voru tekin með nokkur rit af vafsömum uppruna (svonefnd apókrýf rit) sem ekki voru í bók gyðinga og þeim var komið fyrir milli gamla og nýja testamentisins.

 

Í upphafi 5. aldar þýddi Hieronymus kirkjufaðir þessa biblíu á latínu. Gamla testamentið þýddi hann þó beint úr frummálinu, hebresku. Þessi þýðing nefnist Vulgata og öðlaðist viðurkenningu kirkjunnar.

 

Þegar Lúter þýddi Vulgata á þýsku upp úr 1520, sleppti hann þessum apókrýfu ritum, en gaf þau út í sérstöku hefti.

 

Í sumum af nýrri biblíuútgáfum mótmælenda hafa þessi rit verið tekin með að nýju og þau hafa alltaf verið hluti af kaþólsku biblíunni og biblíu rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar.

 

Á hinn bóginn hafa apókrýf rit af kristnum uppruna, svo sem Tómasarguðspjall og hið nýfundna Júdasarguðspjall aldrei verið tekin inn í biblíuna.

 

Öllu þessu til viðbótar endurspegla mismunandi þýðingar svo eðlilega ákveðinn mun á lífs- og trúarsýn á mismunandi tímum.

 
 

BIRT: 07/10/2023

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is