Eru trjávaxtarmörk þau sömu um allan heim?

Tré ná ekki að vaxa yfir ákveðinni hæð, en eru þessi hæðarmörk þau sömu alls staðar á hnettinum?

BIRT: 27/10/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Hæðarmörk trjávaxtarins eru þar sem lífsskilyrðin verða svo óblíð að trjánum sé ekki lengur líft.

 

En þessi vaxtarmörk eru í afar mismunandi hæð vegna þess hve aðstæður eru misjafnar á ólíkum stöðum á hnettinum.

 

Sumsstaðar ræður veðrið því hve hátt upp trjágróður nær að teygja sig, annarsstaðar er það úrkomumagnið og á enn öðrum stöðum ræðst þetta af fjölda sólskinsstunda.

 

Vindurinn getur líka haft afgerandi áhrif ef hann veldur skaða á laufi eða barri trjánna.

 

Gróðurmörk háð veðurfari

Það er sem sagt ógerlegt að finna nein ein hæðarmörk. Mjög norðarlega á hnettinum geta hæðarmörkin hreinlega verið við sjávarmál og þannig má hreinlega tala um eins konar pólmörk vegna þess að nálægt heimskautinu er trjágróður með öllu ómögulegur.

 

Það ræðst sem sagt af loftslaginu hvar tré geta vaxið miklu fremur en hæð yfir sjávarmáli.

 

Hæst eru trjávaxtarmörk í Bólivíu, eða í 5200 metra hæð.

Gróðurmörk ráðast af veðurfarinu

Vaxtarskilyrði trjáa ráðast af vistkerfinu og staðbundnum aðstæðum.

 

Fjallagróðurmörk eru í ákveðinni hæð þar sem loftslag verður of kalt fyrir trjávöxt.

 

Strandgróðurmörk eru oft lægri en fjallagróðurmörk vegna mikilla vinda.

 

Eyðimerkurgróðurmörk eru við þurrkasvæði við fjallsrætur þar sem loftraki verður of lítill.

 

Pólgróðurmörk ráðast af loftkulda og geta jafnvel verið við sjávarmál.

 

BIRT: 27/10/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is