Faðir bóluefnisins afhjúpaði gaukinn

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Breski læknirinn Edward Jenner tryggði sér sess í mannkynssögunni þegar honum tókst að gera fólk ónæmt fyrir bólusótt með bóluefni árið 1796. En reyndar hafði hann vakið athygli þegar árið 1788 og þá á allt öðru sviði – þegar hann afhjúpaði atferli gauksunga.

 

Náttúrufræðingar hafa alltaf haft áhuga á gauknum þar eð hann verpir eggjum sínum í hreiður annarra fugla. Lengi var talið að foreldrar gauksungans veltu öðrum ungum eða óklöktum eggjum úr hreiðrinu. En með þolinmóðu athugunastarfi og eftir fjölmargar tilraunir gat Jenner slegið því föstu að gauksunginn sjálfur væri skúrkurinn. Hann sá hvernig gauksunginn notaði afturendann og dæld milli vængjanna til að troða sér undir egg eða unga, strax á fyrstu dögum ævi sinnar, og ýtti þeim yfir hreiðurbarminn. Þetta endurtekur gauksunginn þar til hann er einn eftir í hreiðrinu. Síðan fóðra fósturforeldrarnir hann einan. Dældin milli vængjanna er horfin þegar unginn er 12 daga gamall.

 

Ritgerð Jenners mætti miklum efasemdum meðal vísindamanna og það leið nokkuð á aðra öld þar til niðurstöður hans voru endanlega staðfestar. Það gerðist eftir 1920, þegar ljósmyndir og kvikmyndir sýndu endanlega fram á bolabrögð gauksungans.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is