Faðir sagnfræðinnar ferðaðist víða um lönd

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Það er ekki að ástæðulausu sem Grikkinn Heródót (um 480-420 f.Kr.) hefur verið faðir sagnfræðinnar.

 

Stórvirki hans, Historia, eða Saga, er elsta stóra ritsmíðin í óbundnu máli og er hér að finna fjöldann allan af lýsingum á framandi menningu og borgum sem Heródót heimsótti sjálfur í fjölmörgum ferðum sínum. Hann var nefnilega sjálfur mikill ferðalangur og tókst margoft á hendur löng og erfið ferðalög á lífsleiðinni. Hann rannsakaði Eyjahafsströnd Tyrklands og grísku eyjarnar, fór í langferðir um Egyptaland og fór í rannsóknarferðir um hina fornu Babýlóníu. Lýsingar Heródóts á höfuðborginni Babýlon, sem stóð við fljótið Efrat, suður af Bagdad, er ein af elstu lýsingum á þessari forsögulegu stórborg og sú ítarlegasta. M.a. greinir hann nákvæmlega frá landafræði ríkisins, byggingu borgarmúranna og gatnaskipan. En hann lýsir einnig menningu og siðum, trúariðkun, lækningum og ástarhefðum og tilgreinir líka mikilvægustu korntegundirnar.

 

Heródót nefndi rit sitt Historia. Heitið merkti eiginlega „rannsókn“ en þetta gríska orð tengdist síðan rannsóknum og lýsingum á fornum atburðum. Sjálfur var Heródót þó samtímasagnfræðingur og skrifaði fyrst og fremst um þá atburði sem hann hafði annað hvort sjálfur orðið vitni að, eða gat haft beint eftir sjónarvottum. Heródót vildi varðveita lýsingu á samtíma sínum fyrir komandi kynslóðir og það er þessari hugsun – ásamt óseðjandi forvitni hans – að þakka að við eigum nú ómetanlega lýsingu á þessum hluta fornaldarsögunnar.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is