Fær virkilega staðist að  það sé ógerlegt að stöðva jarðskjálfta?

Mönnum hefur orðið mikið ágengt í að vakta jarðskjálfta, vara við þeim og vernda fólk gegn þeim, en höfum við tækni til að koma í veg fyrir þá?

BIRT: 24/10/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Jarðskjálftar stafa af því að risavaxnir jarðskorpuflekar eru á hreyfingu og rekast hver á annan.

 

Slík flekamót kallast misgengi og þegar mjög mikil spenna byggist upp þar sem flekar núast saman kippast skorpuflekarnir harkalega til og um leið losnar um spennuna.

 

Við finnum kippina sem jarðskjálfta og vegna þess hvílík ógnaröfl þarna eru að verki er ógerningur að koma í veg fyrir þá.

 

Viðvörunarkerfi

Þótt ekki sé unnt að koma í veg fyrir jarðskjálfta gengur verkfræðingum æ betur að vinna gegn eyðileggingaráhrifum þeirra.

 

Viðvörunarkerfi duga oft til að koma fólki á örugga staði, stöðva járnbrautarlestir, sem annars færu út af sporinu og loka fyrir gas- og rafleiðslur til að koma í veg fyrir stórbruna.

 

Varnir gegn jarðskjálftum gætu orðið enn mikilvægari í framtíðinni vegna þess að hækkandi yfirborð heimshafanna eykur þrýsting á landgrunnsfleka, sem liggja meðfram hættulegustu sprungunum, t.d. við San Andreas í Kaliforníu og norður-anatólska misgengið í Tyrklandi.

 

Borholur draga úr styrk jarðskjálfta

Árið 2014 tókst frönskum vísindamönnum að skapa örugga bletti á titringssvæði.

 

Þeir notuðu borholur til að leiða bylgjur frá manngerðum skjálfta fram hjá tilteknu svæði. Með aðferðinni mætti tryggja öryggi t.d. sjúkrahúsa og kjarnorkuvera á jarðskjálftasvæðum.

Djúpar, hringlaga holur, boraðar í ákveðnu mynstri koma í veg fyrir útbreiðslu skjálftabylgna. Þetta gildir þó aðeins ef menn þekkja upptakastað skjálftans og bylgjutíðnina.

BIRT: 24/10/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © AMING LIN ET AL. & BRÛLÉ ET AL. & SHUTTERSTOCK

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is