Lifandi Saga

Fasisti stal líki Mussolinis: Hinsta ferð harðstjórans

Í apríl 1945 er ítalski einræðisherrann Mussolini tekinn af lífi og jarðsettur í Mílanó. En saga hans endar ekki þar. Ári síðar opnar fasistinn Domenico Leccisi gröfina og rænir líkinu.

BIRT: 13/03/2024

Það er í hæsta máta óvenjuleg sjón sem blasir við gröfurum í Musocco-kirkjugarðinum í Mílanó þegar þeir mæta til vinnu snemma morguns 23. apríl 1946.

 

Innan um legsteina og englastyttur liggja moldarhaugar á víð og dreif. Og á milli hauganna blasir við þeim opin gröf. Á botninum liggur opin kista. Hún er tóm.

 

Við gröfina liggja hakar og skóflur og eitt upphátt stígvél. Yfirmaður er kvaddur á staðinn og innan skamms er fjöldi lögreglumanna kominn í kirkjugarðinn. Það var nefnilega enginn venjulegur múgamaður sem hér hafði verið jarðsettur – og grafarræningjarnir ekki heldur neinir venjulegir afbrotamenn. Það skýrist enn betur af því pappírsblaði sem lögreglan finnur á botni grafarinnar:

 

„Loksins er Il Duce aftur á meðal vor,“ stendur á miðanum.

 

Boðskapurinn er hrollvekjandi fyrir yfirmenn lögreglunnar. Það er ekki nóg með að Il Duce – harðstjórinn Benito Mussolini – hafi verið dauður í tæpt ár, heldur var því haldið leyndu hvar hann væri grafinn til að koma í veg fyrir að áhangendur hans gætu gert gröfina að neins konar heilögum dýrkunarstað.

Á botninum liggur opin kista. Hún er tóm.

Á þessu tíma eru Ítalir einmitt sem óðast að gera upp við fasistafortíð sína og líkránið gæti því tæpast komið á óheppilegri tíma.

 

Lögregla og stjórnvöld leggja því allt kapp á að finna líkamsleifar einræðisherrans.

 

Mussolini flúði frá Bandamönnum

Þegar líkránið er framið hefur Mussolini legið í þessari ómerktu gröf í Musocco-kirkjugarðinum síðan í apríl árið áður.

 

Einræðisherrann var staddur í Salo á Norður-Ítalíu, þegar herir Bandamanna nálguðust óðum.

 

Hann ákvað að flýja til Sviss í fylgd með þýskri bílalest en sú áætlun fór út um þúfur eftir tveggja daga ferð.

 

Hópur ítalskra föðurlandsvina stöðvaði förina þann 27. apríl við þorpið Dongo á vesturbakka Comovatns. Þegar Ítalirnir rannsökuðu bílalestina fundu þeir Il Duce í hnipri innan um farangur á palli vörubíls.

 

Ástkona Mussolinis, Clara Petacci, var í bílalestinni og ítölsku föðurlandsvinirnir tóku þau bæði með sér.

 

Leiðtogi föðurlandsvina, Sandro Pertini, tilkynnti um handtökuna í útvarpsávarpi í Mílanó strax sama kvöld.

Mussolini var fyrsti evrópski fasistinn sem varð einvaldur og varð þannig mikill áhrifavaldur Hitlers.

Mussolini stjórnaði Ítalíu með járnaga

Í næstum 21 ár var Benito Mussolini einvaldur á Ítalíu. Undir heitinu Il Duce – leiðtoginn – bældi hann niður minnstu mótstöðu af grimmilegri hörku. En 1945 var komið að leiðarlokum.

 

– Fasistaflokkurinn stofnaður

9. nóvember 1921: Mussolini stofnar fasistaflokkinn Partio Nazionale Fascista, PNF. Flokkurinn höfðar einkum til þjóðernissinna og annarra sem ekki finnst þingið hafa stutt herinn nægilega í fyrri heimsstyrjöld.

 

– Svartstakkar ganga til Rómar

Október 1922: Að skipun Mussolinis safnast 30.000 svartstakkar – fasískir uppreisnarliðar – saman utan við Róm. Luigi Facta forsætisráðherra vill lýsa yfir herlögum en Victor Emanuel 3. konungur hafnar því. Hann óttast átök við fasista og kýs að fela Mussolini að mynda ríkisstjórn.

 

– Mussolini verður einráður

4. desember 1922: Með lagabreytingu fær Mussolini titilinn „Ríkisstjóri“ í stað „Forseti ríkisstjórnar“. Eftir breytinguna ber hann ekki ábyrgð gagnvart þinginu. Aðeins konungur getur sett hann af og í raun er hann einvaldur.

 

– Ritskoðun á Ítalíu

Veturinn 1926: Ný lög banna útgáfu blaða sem ekki njóta samþykkis yfirvalda. Eingöngu má prenta blöð, vinsamleg ríkisstjórninni.

 

– Andstaðan fangelsuð

Nóvember 1926: Stjórnarandstöðuflokkar bannaðir. Ný lög heimila stjórnvöldum að fangelsa pólitíska andstæðinga í allt að fimm ár án réttarhalda.

 

– Lýðræðið afnumið

1928: Í stað frjálsra kosninga geta kjósendur nú aðeins merkt við frambjóðendur sem valdir eru af stórráði fasista, Gran Consiglio del Fascismo.

 

– Mussolini setur kynþáttalög

1938: Kynþáttalög afnema grundvallarréttindi gyðinga, svo sem rétt til menntunar og að gegna tilteknum störfum. Eignir gyðinga eru líka gerðar upptækar og bækur gyðingahöfunda bannaðar. Kynlíf og hjónabönd Ítala og gyðinga og Ítala og Afríkubúa sæta líka banni.

 

– Gyðingar sendir í búðir

1940: Þegar Ítalir ganga til liðs við Þjóðverja í stríðinu, herðir Mussolini tökin á pólitískum andstæðingum. Andfasistar, gyðingar, rómafólk og annað óæskilegt fólk er sett í fangabúðir.

 

– Bandamenn gera innrás

1943: Herir Bandamanna ganga á land á Sikiley og þaðan áfram inn á meginlandið. Mussolini er handtekinn og fangelsaður. Skömmu síðar frelsa þýskir fallhlífahermenn hann. Fram að lokum stríðsins stýrir hann leppríki Þjóðverja, Salore-lýðveldinu.

 

– Mussolini tekinn af lífi

Apríl 1945: Þjóðverjar eru að tapa stríðinu og Mussolini hyggst flýja til Sviss en kommúnískir föðurlandsvinir ná honum. Þeir taka hann af lífi og hengja limlest lík hans upp til sýnis í Mílanó.

„Hann á skilið að vera skotinn eins og hundur,“ sagði Pertini.

 

„Farið og skjótið hann,“ skipaði hann svo tveimur af liðsmönnum sínum sem morguninn eftir fóru til Dongo. Klukkan tíu mínútur yfir fjögur síðdegis stilltu þeir Mussolini og ástkonu hans upp við vegg utan við hús eitt í þorpinu Guiliono de Mezzegra og skutu þau.

 

„Miðið á hjarta mitt,“ voru síðustu orð Mussolinis.

 

Fólk réðist á líkin

Föðurlandsvinirnir tóku fleiri fasista úr bílalestinni af lífi við þetta tækifæri. Seint um kvöldið var líkunum fleygt upp á vörubílspall og ekið til Mílanó. Snemma morguninn eftir var komið að Loretotorgi í útjaðri Mílanó og þar var líkunum fleygt á jörðina. Almenningur streymdi fljótlega að.

 

Margir svöluðu hefndarþorsta sínum með því að traðka á líkunum, brjóta höfuðskeljar þeirra með bareflum og míga á þau. Kona ein tók skammbyssu og skaut fjórum skotum í lík harðstjórans:

 

„Þetta er hefnd fyrir syni mína fjóra!“ hrópaði hún.

 

Þessari misþyrmingu líkanna linnti ekki fyrr en þau voru hengd upp á fótunum í málmgrind á bensínstöð í grenndinni.

 

Bandarískar hersveitir voru nýkomnar til Mílanó og daginn eftir létu þær taka líkin niður. Til að koma í veg fyrir að áhangendur Mussolinis gætu nýtt sér gröf hans til einhvers konar dýrkunar, var ákveðið að grafa líkið í ómerktri gröf í Musocco-kirkjugarðinum.

 

Þann 29. apríl, daginn eftir atburðina á Loretotorgi, gáfust allar þýskar hersveitir á Ítalíu upp.

 

Eftir stríðið tóku við róstusamir tímar á Ítalíu. Fasistar fengu þunga fangelsisdóma eða voru settir í einangrunarbúðir og meðferðin vakti mikla biturð hjá hópum landsmanna. Sundursprengdir innviðir og verksmiðjur leiddu af sér mikið atvinnuleysi, fátækt og óánægju.

 

Meðal hinna óánægðu var Dominico Leccisi, 25 ára atvinnulaus iðnverkamaður.

Daginn eftir að Mussolini var handtekinn var lík hans (nr. 2 frá vinstri) hengt upp í Mílanó, almenningi til sýnis.

Leccisi var mikill aðdáandi Mussolinis og var hiklaust þeirrar skoðunar að fremur en að reyna að fjarlægja minningu einræðisherrans úr sögu þjóðarinnar, ætti að endurvekja hugmyndir hans og halda þeim til streitu. Ásamt fáeinum vinum sínum stofnaði hann í leynum Fasíska lýðræðisflokkinn.

 

Flokkurinn gaf út blað en Leccisi hafði stærri áform á prjónunum.

 

Í lifanda lífi hafði hinn þrekvaxni Benito Mussolini staðið sem táknmynd um styrk Ítalíu. Gæti hann nú aðeins fundið gröf Mussolinis og náð Il Duce til baka til síns fólks, ímyndaði hann sér að það gæti komið Ítölum til að breyta afstöðu sinni til fortíðarinnar.

 

„Ég lá andvaka um nótt og hugsaði um þetta og ákvað að stela jarðneskum leifum Mussolinis,“ sagði Dominico Leccisi síðar.

 

Stríðsfangi lýsti gröfinni

Í Mílanó var það á flestra vitorði að Mussolini hefði verið grafinn í Musocco-kirkjugarðinum en það var ekki fyrr en Leccisi gaf sig á tal við tvo þýska stríðsfanga sem voru látnir vinna í kirkjugarðinum sem hann komst að nákvæmri staðsetningu grafarinnar.

 

Annar Þjóðverjinn fylgdi Leccisi að gröfinni og skömmu fyrir miðnætti 22. apríl laumaðist Leccisi þangað með tveimur vinum sínum. Þeir beittu haka og skóflum til að grafa sig niður á einfalda trékistu einræðisherrans.

Leccisi braut upp kistuna og þekkti strax andlitsdrætti leiðtogans. Hann greip húfuna af höfðinu og hélt henni að brjósti sér í virðingarskyni.

Leccisi braut upp kistuna og þekkti strax andlitsdrætti leiðtogans. Hann greip húfuna af höfðinu og hélt henni að brjósti sér í virðingarskyni.

 

Sólin var að varpa fyrstu geislum sínum inn yfir kirkjugarðinn, þegar mennirnir þrír komu líkinu fyrir í farangursgeymslu bíls. Á staðnum skildu þeir eftir hátt stígvél, eins konar einkennistákn einræðisherrans til að strax yrði ljóst hverjir hefðu verið að verki.

 

Þremenningarnir tóku síðan stefnuna á Madesimo, fjallaþorp þar sem þeir höfðu tekið hús á leigu.

 

Líkið endar í klaustri

Kirkjugarðurinn fylltist fljótlega af lögreglu og blaðamönnum og í gröfinni fannst yfirlýsing, undirrituð „Fasíski lýðræðisflokkurinn.“

 

Meðal þess sem kom fram í yfirlýsingunni var að líkið yrði ekki afhent fyrr en þann dag sem stjórnvöld féllust á að þessi fyrrum einræðisherra yrði jarðsettur á Capitolhæð, þar sem mikilvægasta musteri Rómverja stóð á sínum tíma – í „þeirri Rómarborg sem Mussolini eitt sinn hóf til virðingar.“

Alessandra Mussolini situr nú á Evrópuþinginu fyrir Forza Italia.

Fetar í fótspor afa síns

Börn einræðisherrans, sex að tölu, létu sem minnst fyrir sér fara en sonardóttir hans (og reyndar líka systurdóttir leikkonunnar Soffíu Loren), Alessandra Mussolini hefur hins vegar tekið sér stöðu í hinu pólitíska sviðsljósi og hefur bæði erft skoðanir afa síns og beitt svipaðri framkomu.

 

Skuggi frásagna af ruddaskap harðstjórans hafa ekki komið í veg fyrir að Alessandra Mussolini, dóttir Romanos, fjórða sonar hans, lét til sín taka í stjórnmálum.

 

Árið 1992 fór hún í framboð fyrir nýfasistaflokkinn Movimento Sociale Italiano og náði þingsæti, þá þrítug að aldri.

 

Hún hefur síðan opinberlega varið afa sinn, t.d. þegar ítalski utanríkisráðherrann heimsótti Ísrael 2003 til að biðjast afsökunar á gyðingaofsóknum Ítala. Afsökunarbeiðnin, framborin vegna athafna afans, urðu til þess að hún yfirgaf flokkinn í mikilli reiði.

 

Alessandra virðist ekki aðeins hafa erft stjórnmálaáhuga afa síns, heldur líka hæfnina til að koma sér á framfæri. Hún á að baki fortíð sem leikkona og nektarfyrirsæta og tók þátt í „Ballando con le Stelle“, sjónvarpsþáttaröð þar sem þátttakendur kepptu í dansi.

 

Hún vakti líka athygli þegar hún afhenti ítalska ESB-kommissaranum Paolo Gendiloni dömubindi þar sem nafn hans var skrifað með rauðu. Þetta gerði hún til að mótmæla gjaldtöku af hreinlætisvörum.

„Sú tíð kemur að sólin kyssir kistu Benitos Mussolini, þar sem hún verður borin í skrúðgöngu um götur Ítalíu,“ sagði líka í yfirlýsingunni.

 

En þar til sá dagur rynni upp þurfti Leccisi að geyma líkið á öruggum stað. Til að byrja með hafði hann það í bílskúr hússins sem hann hafði tekið á leigu.

 

En 29. apríl var annar samverkamanna hans handtekinn á aðalbrautarstöðinni í Mílanó. Orðrómur um áform fasista höfðu borist til lögreglunnar og Leccisi varð ljóst að það væri einungis spurning um tíma hvenær lögreglan hefði uppi á húsinu.

 

Þann 7. maí setti hann tvo gúmmísekki utan um líkið og keyrði það til klaustursins Convento dell‘ Angelo utan við Mílanó. Þar bað hann tvo munka sem hann var lítils háttar kunnugur, að halda líkinu í felum.

 

Munkarnir neituðu í fyrstu en gáfu sig að lokum þegar Leccisi vísaði til þess að það að „jarðsetja látinn mann er kristileg manngæskuathöfn sem kirkjan getur ekki neitað.“

 

Stjórnmálamenn hræddust Mussolini

Um miðjan júní 1946 slepptu yfirvöld meira en 30.000 fasistum úr fangelsum og einangrunarbúðum. Lecci leit svo á að þessi atburður væri tákn þess að „endurkoma“ Il Duce hefði haft áhrif.

 

Gleði Leccisis varð þó skammvinn. Þann 31. júlí var hann handtekinn á kaffihúsi. Einn trúnaðarmanna hans hafði svikið hann. Lögreglan vissi nú líka hverjir munkarnir tveir voru.

 

Tæpum mánuði síðar barði lögreglan að dyrum í klaustrinu. Lík Mussolinis reyndist enn í gúmmísekkjunum þar sem það var geymt í stórri trékistu undir altari.

 

Og 25. ágúst fluttu lögreglumenn lík Mussolinis í klaustrið Cerro Maggio í Lombardí, þar sem það skyldi áfram dulið fyrir almenningi.

 

Það var ekki fyrr en 1957 sem forsætisráðherra Ítalíu lét afhenda Rachele, ekkju Mussolinis, lík hans. Þann 30. ágúst það ár var Mussolini loks lagður til hinstu hvílu hjá skyldmennum sínum í heimabænum Predappio. Þá hafði Leccisi verið látinn laus.

 

Hann var dæmdur í 6 ára fangelsi árið 1946 en látinn laus eftir að hafa afplánað 21 mánuð. Árið 1953 var hann kjörinn á ítalska þingið fyrir nýfasista.

Lögreglan rannsakar tóma gröf Mussolinis. Ekki fyrr en 11 árum síðar var lík harðstjórans lagt til hinstu hvílu.

Lestu meira um Mussolini

Ray Moseley: Mussolini,  The Last 600 Days of Il Duce,Taylor Trade, 2004

 

Christopher Duggan: Fascist Voices – An Intimate History of Mussolinis Italy, Oxford University Press, 2013.

 

HÖFUNDUR: ELSE CHRISTENSEN

© Wikimedia Commons, Shutterstock,© Wikimedia Commons,© Vincenzo Carrese,

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

NÝJASTA NÝTT

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Vinsælast

1

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

2

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

3

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

4

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

5

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

6

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

1

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

2

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

3

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

4

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

5

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

6

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Tækni

Brennandi gas gaf vélinni ofurkrafta

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Vísindamenn hafa skapað níðsterkt silki sem með seiglu og sveigjanleika gæti orðið valkostur við gerviefni á borð við pólýester og nælon.

Tækni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is