Fimm embættismenn grafnir upp í Kína

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Fornleifafræði

Við byggingarframkvæmdir í Turfan í Norðvestur-Kína, komu byggingarverkamenn fyrir tilviljun niður á uppþornuð og vel varðveitt lík fimm karlmanna. Allir höfðu mennirnir langan hárdúsk, voru um 170 sm á hæð og allir klæddir í jakka og buxur úr bómull.

 

Bráðabirgðarannsóknir benda til að mennirnir hafi verið embættismenn hjá Qing-keisaraættinni sem ríkti frá 1644 til 1912. Enn er ekki fullvíst frá hvaða tíma þessar múmíur eru, en hitt er ljóst að klippingin er í þeim stíl sem innleiddur var snemma á 17. öld af Manchu-höfðingjanum Nurhaci, sem grundvallaði það ríki sem síðar varð þekkt sem Qing-veldið.

 

Á tíma Nurhacis áttu Manchu-menn að raka fremri hluta höfuðsins en taka hárið að öðru leyti saman í tagl sem ekki mátti klippa. Þannig gerði útlitið kleift að þekkja hinn ráðandi Manchu-ættbálk frá öðrum Kínverjum.

 

Síðar náði þessi klipping til allra kínverskra karlmanna og var þá orðin tákn um undirgefni. Dauðarefsing lá við því að fylgja ekki þessari hártísku.

 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is