Maðurinn

Fimm gerðir sveppasýkinga ógna heilbrigði í heiminum

Í sjónvarpsþáttaröðinni „The Last of Us“ fer sveppasýkingarfaraldur um heiminn. Hugmyndin er ekki alls kostar út í hött. Kynntu þér þá fimm sveppi sem þú þarft að óttast – sumir eru þegar í líkamanum.

BIRT: 09/03/2024

Áætlað er að rúmlega 150 milljón manns verði fyrir alvarlegum sveppasýkingum á hverju ári og 1,7 milljónir deyja..

 

Vírusar og bakteríur hafa hingað til fengið alla athyglina og ógnin af sveppum hefur gleymst. Þessu hyggst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, breyta. Árið 2022 gáfu samtökin í fyrsta sinn út skýrslu um sveppasýkingar.

 

Fjölmargir sveppir lifa á og í líkama okkar án þess að valda okkur skaða, en hjá ónæmisbældum geta þeir þróast í lífshættulegar sýkingar.

 

Sífellt fleiri sveppir verða ónæmir fyrir sveppalyfjum og óttast vísindamenn að þeir fari að ógna heilbrigðum einstaklingum.

 

Hér eru fimm hættulegustu sveppirnir.

 

1. Aspergillus fumigatus

Myglusveppur ræðast  á lungun

Sveppurinn Aspergillus fumigatus þrífst í jarðvegi, úrgangi, dauðum laufum, lofti og vatni og víða annars staðar. Hann nær inn í lungun með andardrætti. Sýkingin veldur einkum lungnasjúkdómi en sveppurinn getur líka náð til annarra líffæra – einkum heilans og taugakerfisins.

 

Í mestri hættu er fólk með langvinna lungnasjúkdóma eða veiklað ónæmiskerfi vegna krabbameins, eyðni eða líffæragjafa.

 

Sýkingin leggst á um 3 milljónir á ári. Sveppurinn þróar æ meira ónæmi gagnvart lyfjum og dánartíðni fer því hækkandi.

 

Dánartíðni: Allt að 80%.

 

2. Cryptococcus neoformans

Banvæn sýking í heilahimnu

Gersveppurinn Cryptococcus neoformans er nánast úti um allt og komist hann í líkamann við innöndun, getur hann valdið lífshættulegri sýkingu.

 

Sýkingin hefst í lungunum og leiðir oftast til lungnabólgu sem einkennist af hósta, öndunarerfiðleikum, brjóstverkjum og hita.

 

Einkennin versna til muna þegar sveppurinn kemst út í blóðið og nær til taugakerfisins. Sýkingin getur leitt til aukins þrýstings á höfuðkúpu, blindu, nýrnaskaða og heilahimnubólgu með einkennum á borð við höfuðverk, sársauka í hálsi, uppköst, óráð og breytta hegðun.

 

Án meðhöndlunar deyja allir sem fá sveppinn í heilahimnuna.

 

Dánartíðni: Allt að 61%.

 

3. Candida auris

Fjölónæmur sveppur veldur ótta

Sveppurinn Candida auris fannst í fyrsta sinn 2009 og hefur síðan valdið miklum ugg, einkum á sjúkrahúsum, þar sem hann lifir í vellystingum. Lengri sjúkrahússlega en 10-15 dagar er ein helsta orsök smits.

 

Mikið veikir sjúklingar og fólk með veiklað ónæmiskerfi eru helstu fórnarlömbin. Sveppurinn lifir á húð en getur komist inn í líkamann og þá sýkt blóð, taugakerfi, augu, bein og líffæri.

 

Aðlögunarhæfni sveppsins er mikil og hann hefur verið fljótur að mynda þol gegn lyfjum. Dánartíðnin er því há ef sveppurinn nær að sýkja blóðið.

 

Dánartíðni: Allt að 70%.

 

4. Candida albicans

Venjulegur þarmasveppur veldur dauða

Gersveppurinn Candida albicans er sá sem algengast er að valdi sjúkdómum. Sveppurinn er algengur í fólki og þrífst í munni, hálsi, þörmum, húð og í skeiðinni – án þess að valda vandræðum. En missi líkaminn stjórn á honum og hann kemst t.d. í slímhúð eða vef getur það valdið erfiðum eða jafnvel lífshættulegum sýkingum.

 

Allt eftir staðsetningu geta einkennin verið hiti, kláði eða útbrot – eða jafnvel blinda, nýrnabilun og blóðstorka.

 

Ónæmiskerfið kemur í veg fyrir sýkingu og því er fólk með veiklað ónæmiskerfi í mestri hættu á því að fá sveppinn í blóðið, taugakerfið og innri líffæri og dánartíðni er þá mikil.

 

Dánartíðni: Allt að 50%.

 

5. Histoplasma capsulatum

Sveppurinn breytir sér í líkamanum

Í jarðvegi er mikið af Histoplasma capsulatum, einkum ef í honum er mikið af saur fugla og leðurblakna. Í jarðvegi er þetta eins konar myglusveppur og fjölgar sér með gróum. Í mannslíkamanum hegðar hann sér líkt og gersveppur og sýkir vef.

 

Sveppurinn kemst inn í gegnum lungun og getur breiðst út í blóðið, taugakerfið og líffærin.

 

Fullfrískt fólk vinnur oftast bug á sýkingunni en sé ónæmiskerfið veiklað getur hún valdið hita, höfuðverk, verkjum, hósta og mögulega banvænum bólgum í líffærum og vefjum. Líffæraþegar sem fá ónæmisbælandi lyf eru meðal þeirra sem eru í hættu.

 

Dánartíðni: Allt að 53%.

HÖFUNDUR: JONAS GROSEN MELDAL

© Shutterstock,© Eye of Science/SPL,© Nanoclustering/SPL

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.