Maðurinn

Fimm gerðir sveppasýkinga ógna heilbrigði í heiminum

Í sjónvarpsþáttaröðinni „The Last of Us“ fer sveppasýkingarfaraldur um heiminn. Hugmyndin er ekki alls kostar út í hött. Kynntu þér þá fimm sveppi sem þú þarft að óttast – sumir eru þegar í líkamanum.

BIRT: 09/03/2024

Áætlað er að rúmlega 150 milljón manns verði fyrir alvarlegum sveppasýkingum á hverju ári og 1,7 milljónir deyja..

 

Vírusar og bakteríur hafa hingað til fengið alla athyglina og ógnin af sveppum hefur gleymst. Þessu hyggst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, breyta. Árið 2022 gáfu samtökin í fyrsta sinn út skýrslu um sveppasýkingar.

 

Fjölmargir sveppir lifa á og í líkama okkar án þess að valda okkur skaða, en hjá ónæmisbældum geta þeir þróast í lífshættulegar sýkingar.

 

Sífellt fleiri sveppir verða ónæmir fyrir sveppalyfjum og óttast vísindamenn að þeir fari að ógna heilbrigðum einstaklingum.

 

Hér eru fimm hættulegustu sveppirnir.

 

1. Aspergillus fumigatus

Myglusveppur ræðast  á lungun

Sveppurinn Aspergillus fumigatus þrífst í jarðvegi, úrgangi, dauðum laufum, lofti og vatni og víða annars staðar. Hann nær inn í lungun með andardrætti. Sýkingin veldur einkum lungnasjúkdómi en sveppurinn getur líka náð til annarra líffæra – einkum heilans og taugakerfisins.

 

Í mestri hættu er fólk með langvinna lungnasjúkdóma eða veiklað ónæmiskerfi vegna krabbameins, eyðni eða líffæragjafa.

 

Sýkingin leggst á um 3 milljónir á ári. Sveppurinn þróar æ meira ónæmi gagnvart lyfjum og dánartíðni fer því hækkandi.

 

Dánartíðni: Allt að 80%.

 

2. Cryptococcus neoformans

Banvæn sýking í heilahimnu

Gersveppurinn Cryptococcus neoformans er nánast úti um allt og komist hann í líkamann við innöndun, getur hann valdið lífshættulegri sýkingu.

 

Sýkingin hefst í lungunum og leiðir oftast til lungnabólgu sem einkennist af hósta, öndunarerfiðleikum, brjóstverkjum og hita.

 

Einkennin versna til muna þegar sveppurinn kemst út í blóðið og nær til taugakerfisins. Sýkingin getur leitt til aukins þrýstings á höfuðkúpu, blindu, nýrnaskaða og heilahimnubólgu með einkennum á borð við höfuðverk, sársauka í hálsi, uppköst, óráð og breytta hegðun.

 

Án meðhöndlunar deyja allir sem fá sveppinn í heilahimnuna.

 

Dánartíðni: Allt að 61%.

 

3. Candida auris

Fjölónæmur sveppur veldur ótta

Sveppurinn Candida auris fannst í fyrsta sinn 2009 og hefur síðan valdið miklum ugg, einkum á sjúkrahúsum, þar sem hann lifir í vellystingum. Lengri sjúkrahússlega en 10-15 dagar er ein helsta orsök smits.

 

Mikið veikir sjúklingar og fólk með veiklað ónæmiskerfi eru helstu fórnarlömbin. Sveppurinn lifir á húð en getur komist inn í líkamann og þá sýkt blóð, taugakerfi, augu, bein og líffæri.

 

Aðlögunarhæfni sveppsins er mikil og hann hefur verið fljótur að mynda þol gegn lyfjum. Dánartíðnin er því há ef sveppurinn nær að sýkja blóðið.

 

Dánartíðni: Allt að 70%.

 

4. Candida albicans

Venjulegur þarmasveppur veldur dauða

Gersveppurinn Candida albicans er sá sem algengast er að valdi sjúkdómum. Sveppurinn er algengur í fólki og þrífst í munni, hálsi, þörmum, húð og í skeiðinni – án þess að valda vandræðum. En missi líkaminn stjórn á honum og hann kemst t.d. í slímhúð eða vef getur það valdið erfiðum eða jafnvel lífshættulegum sýkingum.

 

Allt eftir staðsetningu geta einkennin verið hiti, kláði eða útbrot – eða jafnvel blinda, nýrnabilun og blóðstorka.

 

Ónæmiskerfið kemur í veg fyrir sýkingu og því er fólk með veiklað ónæmiskerfi í mestri hættu á því að fá sveppinn í blóðið, taugakerfið og innri líffæri og dánartíðni er þá mikil.

 

Dánartíðni: Allt að 50%.

 

5. Histoplasma capsulatum

Sveppurinn breytir sér í líkamanum

Í jarðvegi er mikið af Histoplasma capsulatum, einkum ef í honum er mikið af saur fugla og leðurblakna. Í jarðvegi er þetta eins konar myglusveppur og fjölgar sér með gróum. Í mannslíkamanum hegðar hann sér líkt og gersveppur og sýkir vef.

 

Sveppurinn kemst inn í gegnum lungun og getur breiðst út í blóðið, taugakerfið og líffærin.

 

Fullfrískt fólk vinnur oftast bug á sýkingunni en sé ónæmiskerfið veiklað getur hún valdið hita, höfuðverk, verkjum, hósta og mögulega banvænum bólgum í líffærum og vefjum. Líffæraþegar sem fá ónæmisbælandi lyf eru meðal þeirra sem eru í hættu.

 

Dánartíðni: Allt að 53%.

HÖFUNDUR: JONAS GROSEN MELDAL

© Shutterstock,© Eye of Science/SPL,© Nanoclustering/SPL

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

NÝJASTA NÝTT

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Vinsælast

1

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

2

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

3

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

4

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

5

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

6

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

1

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

2

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

3

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

4

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

5

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

6

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Tækni

Hver uppgötvaði bakteríur fyrstur allra?

Maðurinn

Yfir milljarður ungs fólks er í hættu á að verða fyrir heyrnarskerðingu

Lifandi Saga

Hvaða sakamaður var fyrst tekinn af lífi með notkun eitursprautu?

Maðurinn

Hvers vegna stamar sumt fólk?

Maðurinn

Nálægt því að deyja út: Fyrir tæpum milljón árum vorum við einungis 1.300 á jörðinni

Heilsa

Þess vegna er gott að gráta

Tækni

Brennandi gas gaf vélinni ofurkrafta

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Bandarískir vísindamenn hafa fyrir tilviljun uppgötvað smágerðan þátttakanda sem þó gæti haft afgerandi áhrif varðandi dreifingu krabbafrumna.

Heilsa

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is