Alheimurinn

Fimm leiðangrar til að kanna hvort líf sé á Venusi

Varðandi rannsóknir hefur Venus lengi verið í skugga Mars. En á næstu tíu árum gera NASA, ESA og Roskosmos út leiðangra til að kanna hið vítiskennda loftslag og leita að ummerkjum lífs.

BIRT: 26/11/2023

Venus er sú reikistjarna sem kemur næst jörðinni á sporbraut sinni um sólina, en þó hún sé nálæg og jafnvel mjög lík jörðu geymir hún fjölda óleystra leyndardóma.

 

Eitt sinn voru höf á Venus og jafnvel líf, en nú er hún heitasta pláneta sólkerfisins og vísindamenn vita ekki hvers vegna loftslag plánetunnar varð svona öfgafullt.

 

Áratugir eru síðan geimfar skaut sér niður í þéttan lofthjúp Venusar en nú á ný kynslóð geimkanna að finna svörin við fjölmörgum spurningum.

 

Kannarnir munu hafa gríðarlegan fjölda hátækni mælitækja innanborðs sem eiga að kortleggja yfirborð Venusar og veita okkur nýja þekkingu á bæði yfirborði plánetunnar sem og lofthjúpnum og síðast en ekki síst möguleikanum á að líf þrífist á plánetunni.

 

MIT/Rocket Lab

Geimfarið Photon lætur rannsóknarfar síga niður í gegnum lofthjúpinn til að leita að ummerkjum lífs í dropum í skýjahulunni.

Leitar af lífi í skýjunum

Fyrsti einkafjármagnaði leiðangurinn til Venusar er skipulagður í samstarfi fyrirtækisins Rocket Lab og MIT (Massachusetts Institute of Technology) í BNA. Tækjabúnaður verður látinn fara niður í gegnum skýjahuluna til að greina hvort líf gæti leynst í skýjunum.

 

Tækið verður 5 mínútur í skýjunum og leysigeisli notaður til að mæla stærð dropanna, lögun og innihald. Reynist meira vera í dropunum en brennisteinssýra gæti það verið tákn um líf við Venus.

 

 • Geimskot: 2025

 

 • Tími: 6 mánuðir

 

 • Mælitæki: 1

 

DAVINCI+

Leiðangrinum DAVINCI+ er ætlað að mæla samsetningu gufuhvolfsins til að sjá hvort einhvern tíma hafi verið höf á Venusi.

Leitar fornra úthafa

Með DAVINCI+ leiðangrinum (Deep Atmosphere Venus Investigation of Noble gases, Chemistry, and Imaging) hyggst NASA rannsaka gufuhvolfið til að komast að því hvort sjór hafi verið á plánetunni.

 

Gervihnöttur verður á braut um Venus og tekur myndir á innrauðum og útfjólubláum bylgjulengdum – sýnilegt ljós nær ekki gegnum gufuhvolfið – og lítið tæki verður sent niður í gegnum skýin til að greina efnasamsetningu þeirra.

 

Tækið verður heila klukkustund á leiðinni niður á yfirborðið þar sem hitinn gerir út af við það á örfáum mínútum.

 

 • Geimskot: 2029

 

 • Tími: 3 ár

 

 • Mælitæki: 5

 

Venera-D

Rússneska Venera-D geimfarið er hannað til að lenda á yfirborðinu og standast þar hita og þrýsting í þrjá tíma.

Með leiðangri Venera-D hyggjast Rússar snúa aftur til Venusar eftir 40 ára fjarveru.

 

1982 entist Venera-13 í 127 mínútur á yfirborðinu og tók m.a. upp fyrstu hljóðin á annarri plánetu. Nú er markmiðið að Venera-D standist hitann og þrýstinginn í um 3 klukkustundir.

 

Í lendingarfarinu verða m.a. myndavélar og tæki til að mæla efnasamsetningu klapparinnar. Sjálft á geimfarið að vera á braut um Venus og gera radarmælingar á gufuhvolfinu.

 

 • Geimskot: 2029

 

 • Tími: 3 ár

 

 • Mælitæki: 15

 

VERITAS

Geimfarið VERITAS notar radar til að mæla yfirborðið og nær að greina klappir niður í 15 metra upplausn.

Rannsakar yfirborðið

Geimfar NASA, VERITAS (Venus Emissivity, Radio Science, InSAR, Topography and Spectroscopy) á að kortleggja allt yfirborð Venusar með radar. Klapparmyndanir allt niður í 15 metra í þvermál eiga að sjást.

 

Í VERITAS verður líka innrauð myndavél, þar eð hitageislun frá klöppum getur sýnt úr hverju þær eru gerðar. Einnig verður unnt að mæla gastegundir frá mögulegum eldgosum. Vísindamenn vonast til að fá yfirlit um sögu Venusar.

 

 • Geimskot: 2028

 

 • Tími: 5 ár

 

 • Mælitæki: 2

 

EnVision

Í EnVision-geimfarinu verður sérstakur radar sem sendir útvarpsbylgjur heilan kílómetra niður í jarðskorpuna til að sjá úr hverju hún er gerð.

Leitar dýpra

EnVision-geimfar ESA á að rannsaka hvers vegna Venus þróaðist á allt annan hátt en jörðin.

 

Geimfarið fer á braut og tekur radarmyndir af yfirborðinu með allt niður í 10 metra upplausn. Jafnframt verður útvarpsbylgjum skotið niður á allt að eins kílómetra dýpi í jarðskorpunni. Greiningar á innviðum plánetunnar verða jafnframt gerðar á grundvelli þyngdarsviðsins.

 

Í geimfarinu verða einnig þrír litrófsmælar sem eiga að greina efnasamsetningu gufuhvolfsins og klappanna niðri á yfirborðinu. Mælingarnar eiga m.a. að leiða í ljós hvernig eldvirkni hefur breytt plánetunni.

 

 • Geimskot: 2032

 

 • Tími: 6,5 ár

 

 • Mælitæki: 6

 

HÖFUNDUR: Henrik Bendix

Claus Lunau,© NASA/JPL-Caltech,© NASA,

Maðurinn

Táningar eru forritaðir til að hætta að hlusta á það sem mamma segir

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

Jörðin

Parísarsamkomulagið dautt: Það sýður upp úr hnettinum

Lifandi Saga

Hafnarborg í Texas lyftist upp um fimm metra 

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Lifandi Saga

Úkraínska og rússneska – hver er munurinn?

Maðurinn

Svona mikið vatn ættir þú að drekka á dag

Náttúran

Fólk fer oft ekki rétt að köttunum sínum

Maðurinn

Af hverju borðum við ekki gras?

Vinsælast

1

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

2

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

3

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

4

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

5

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

6

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

1

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

2

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

3

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

4

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

5

Maðurinn

Líffærin hafa mjög náið samstarf

6

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Maðurinn

Hversu margt tónlistarfólk þjáist af heyrnarskerðingu?

Læknisfræði

Hvenær byrjuðu læknar að nota eter?

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Lifandi Saga

Frelsisstyttan átti að hrópa til borgaranna

Lifandi Saga

Þýsku kjarneðlisfræðingarnir voru hikandi: Bomba Hitlers

Læknisfræði

Uppréttur eða liggjandi? Hvernig á að fá sem mest út úr pillunum þínum

Náttúran

Hvað er glertæring?

Maðurinn

Þarmabakteríurnar  lækka líkamshitann

Heilsa

Lífsnauðsynlegt næringarefni sem lítið er vitað um

Maðurinn

Krullað hár kælir höfuðið

Tækni

Hvernig virkar C14-greining?

Tækni

Framtíðin séð í baksýnisspegli 

Líffærin hafa mjög náið samstarf

Sérhæfð líkamsstarfsemi er í umsjá fjölmargra mismunandi líffæra. Hvert um sig sér aðeins um fáein afmörkuð verkefni. En oft mynda tvö eða fleiri líffæri samstarfskerfi til að annast mjög flókin verkefni.

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is