Maðurinn

Fita og sykur endurforrita heilann

Vísindamenn hafa nú sannreynt hvernig ákveðnar fæðutegundir endurforrita heilatengingar þannig að við fyllumst löngun til að borða sams konar mat aftur seinna.

BIRT: 19/01/2024

Þú hefur kannski tekið eftir því að það getur verið nánast ógerlegt að stilla sig um að grípa í ákveðnar fæðutegundir, jafnvel þótt þér sé ljóst að þær séu ekkert sérlega hollar.

 

Nú hafa vísindamenn hjá Max Planck-stofnuninni í Þýskalandi og Yaleháskóla í BNA unnið rannsókn sem fólst í mælingum heilavirkni þátttakenda í tilraun sem stóð í átta vikur.

 

Niðurstöðurnar sýndu að jafnvel lítill en daglegur skammtur tiltekinna fæðutegunda getur valdið breytingum á taugatengingum í heila og valdið því að fólk fær ósjálfráða löngun til að velja sömu fæðu aftur seinna.

 

Vísindamennirnir höfðu velt vöngum yfir ástæðum þess að fólk virðist almennt hafa tilhneigingu til að borða óhollan og fitandi mat og vildu vita hvernig þessi tilhneiging skapist í heilanum.

 

Sjálfir höfðu vísindamennirnir gert ráð fyrir að löngun heilans í sykur og fitu þróist smám saman. Því var safnað saman hópi tilraunaþátttakenda og þeim gefinn í átta vikur daglegur skammtur af búðingi sem var troðfullur af sykri og fitu. Samanburðarhópur fékk líka búðing með sama kaloríuinnihaldi en með minni fitu.

 

Heilavirkni allra þátttakenda var mæld og skoðuð sérstaklega, bæði fyrir og eftir þetta átta vikna tímabil.

 

Mælingarnar sýndu að viðbrögð heilans við sykri og fitu í fæðunni voru mun meiri hjá hópnum sem fengu mikinn sykur og mikla fitu í búðingnum og breytingarnar urðu í því tauganeti sem tengir svokallaðar verðlaunastöðvar heilans, þar sem boðefnið dópamín gegnir lykilhlutverki.

Sykur skýtur hamingjutilfinningu út í frumurnar

Rétt eins og t.d. kókaín, losar sykur dópamín sem verðlaunar frumurnar en áhrif sykursins eru langt frá því jafn yfirþyrmandi og það tryggir að dópamínið nái aftur eðlilegu jafnvægi.

1. Þrjár heilastöðvar starfa

Dópamínkerfi í miðrandkerfi heilans sér til þess að kynlíf, fæða og félagsleg samskipti skapi hamingjutilfinningu. Kerfið byggir einkum á heilastöðvum í VTA (Ventral tegmental area), nucleus accumbens og ennisblöðunum.

2. Matur losar dópamín

Át veldur losun dópamíns í VTA og hamingjuboð berast áfram um kerfið. Þegar við hættum að borða færist mikið dópamín aftur til baka.

3. Kókaín lokar leiðum

Kókaín lokar leiðum á taugamótum þannig að dópamínið kemst ekki til baka. Þéttni dópamíns verður því mjög mikil og leiðir til ákafrar vímu- og sælutilfinningar.

„Mælingar okkar á heilavirkni sýndu að heilinn endurforritar sig sjálfur þannig að löngun fólks í aukabita með sykri og fitu eykst,“ segir stjórnandi rannsóknarinnar, Marc Tittgemeyer við Lifandi vísindi.

 

Og í fréttatilkynningu bætir hann við: „Heilinn lærir ómeðvitað að velja heldur þá fæðu sem skapar verðlaunatilfinninguna.“

 

Þegar vísindamennirnir báru saman hópana tvo, var hvorki að sjá mismun á þyngd þátttakenda né á sykurmagni og kólesteróli í blóði eftir þessar átta vikur.

 

En vísindamennirnir gera ráð fyrir að þær breytingar sem verða í heilanum haldi sér áfram.

 

„Það myndast nýjar taugatengingar í heilanum og þær rofna ekki svo auðveldlega. Þetta sannast t.d. á lærdómi. Þegar við höfum á annað borð lært eitthvað, þá gleymist það ekki í fljótheitum,“ útskýrir Marc Tittgemeyer.

 

Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í vísindatímaritinu Cell Metabolism.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

© Ken Ikeda Madsen/Shutterstock.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is