Flakleitarmenn finna sokkið sjúkraskip

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Eftir meira en 60 ár á hafsbotni er ástralska sjúkraskipið Centaur nú komið í leitirnar á rúmlega 2 km dýpi. Japanskur kafbátur sökkti skipinu með tundurskeyti þann 14. maí 1943 út af Brisbane í Ástralíu og af 332 um borð lifðu aðeins 64 af, meðal þeirra ein af 12 hjúkrunarkonum.

 

Síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk hafa ýmsar tilraunir verið gerðar til að finna flakið, en það varð á endanum hinn þrautreyndi, bandaríski flakleitarmaður David Mearns sem fann það ásamt áhöfn sinni. Það gerðist í desember 2009 en nú hefur tekist að ná myndum af flakinu með fjarstýrðum kafbáti. Skipið er enn í heilu lagi að undanteknu stefninu sem hefur brotnað af þar sem tundurskeytið hæfði það. Ákveðin kennimerki eru enn sýnileg, t.d. stórir, rauðir krossar á báðum síðum og talan 47 sem sýnir að þetta er „Australian Hospital Ship 47“, einnig þekkt undir nafninu Centaur.

 

Sagnfræðingar vonast til að fundurinn varpi loks ljósi á aðstæðurnar sem urðu til þess að skipið sökk. Ástralir telja að Japanir hafi ráðist á skipið án aðvörunar og kröfðust þess á sínum tíma að hinir ábyrgu yrðu dregnir fyrir stríðsrétt. Japanir neituðu hins vegar allri ábyrgð og þótt málið væri rannsakað hvað eftir annað, tókst aldrei að fá á hreint hvaða kafbátur, og þar með hvaða áhöfn, hefði skotið Centaur í kaf.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is