Fleiri kantar en sveigjur í heilanum

Skoðaðu myndina vandlega. Hvernig línur sérðu? Sveigðar, sikk-sakk -laga eða hvort tveggja.

BIRT: 24/10/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Skoðaðu myndina vandlega. Hvernig línur sérðu? Sveigðar, sikk-sakk -laga eða hvort tveggja.

 

Sannleikurinn er sá að allar línurnar eru eins. Þær eru allar jafn mjúkar og bylgjóttar. Munurinn er sá að ljósir og dökkir hlutar eru misjafnlega staðsettir.

 

Ef þú tilheyrir hinum stóra meirihluta sýnist þér annað hvert línupar vera beinar sikk-sakk-línur.

 

Sérstök litbrigði plata heilann

Japanskir sálfræðingar ákváðu að rannsaka þessa sjónhverfingu nánar og sýndu hópi stúdenta mismunandi útgáfur af myndinni. Bæði litbrigði línanna sjálfra og bakgrunnsins, hvítt, svart og grátt, voru höfð breytileg í rannsókninni.

Rannsóknin leiddi í ljós að sjónhverfingin virkar því aðeins að bakgrunnurinn sé grár. Að auki þarf lína að breyta um lit milli topps og botns kúrfunnar til að við sjáum hana sem sikk-sakk -lagaða.

 

Heilinn vill frekar kanta en sveigjur

Kohske Takahashi hjá Chukyoháskóla í Japan telur mögulegt að skýringin sé sú, að heilinn noti mismunandi aðferðir til að greina skýra kanta og mjúkar línur og að þessum aðferðum geti slegið saman.

 

Þegar litaskipti á sveigðri línu verða á toppi og botni greinum við lóðrétta línu niður í gegnum sveigjurnar. Þessi lína yfirgnæfir skynjun heilans á stefnubreytingunni og lína virðist því sikk-sakk-laga.

BIRT: 24/10/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Kohske Takahashi/i-Perception

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is