Þeir sem eru svo lánsamir að hafa sundlaug í garðinum, hafa hingað til þurft að bretta upp ermarnar þegar kemur að því að hreinsa laugina. En nýi laugarhreinsarinn, Solar Breeze, fjarlægir laufblöð úr vatninu og finnur sér sjálfur sólríkan stað til hleðslu þegar rafhlaðan er að verða tóm.