Search

Fljótvirkasta aðferðin til að raða farþegum

Farþegum mætti koma um borð á sjöföldum hraða

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Stærðfræði

Allir sem ferðast hafa með farþegaþotum þekkja þann vanda sem skapast þegar farþegar koma um borð. Gangurinn stíflast þegar fólk er að koma handtöskum fyrir í farangurshólfum og það getur oft tekið langan tíma. Þennan vanda hefur pirraður geimvísindamaður nú leyst.

 

Orðinn hundleiður á biðinni ákvað Jason Steffen hjá Fermilab í Illinois að nota svokallaðan Monte Carlo-algóritma til að finna fljótlegustu leiðina til að raða farþegum um borð. Algóritminn er annars notaður til að greina hvernig frumeindir og sameindir raða sér.

 

Niðurstaðan kom á óvart. Sú aðferð sem oftast er notuð og byggist á því að farþegar raði sér í sætin aftan frá, er sú sem tekur næstmestan tíma. Enn lengri tíma tekur það þegar farþegarnir í fremstu sætunum fara fyrstir inn.

 

Útreikningar Steffens sýndu að besta útkoman næst þegar sem allra flestir farþegar hafa tóma sætaröð á milli sín og þeirra sem fóru um borð næst á undan eða eftir. Þannig hafa allir tóm til að koma farangri sínum fyrir án þess að loka ganginum fyrir öðrum.

 

Allra fljótlegasta aðferðin byggist á því að hver farþegi fái ákveðið biðraðarnúmer, en með þeirri aðferð mætti koma 240 farþegum í sæti sín á sjöföldum hraða.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is