Flugfreyja lifði af 10 kílómetra hrap

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Flugfreyjan Vesna Vulovic átti eiginlega ekki að vera í vinnu þann 26. janúar 1972. Þessi 22 ára serbneska kona var kölluð út í misgripum í stað nöfnu sinnar og var þess vegna ein af 28 manns um borð í DC-9-flugvél á leið frá Kaupmannahöfn til Belgrad, þegar sprenging varð í vélinni í 10 km hæð yfir Tékkóslóvakíu.

 

Í snævi þöktu skóglendi í fjallshlíðinni þar sem flakhlutarnir komu niður blasti óhugnanleg sjón við fólki úr nágrenninu sem fyrst kom á vettvang. Limlest og hroðalega útleikin lík lágu á víð og dreif. Öll von um að finna nokkurn á lífi virtist strax úti. En svo heyrðu menn dauft kvein frá líkama í bláum einkennisbúningi. Fætur konunnar stóðu út úr rjúkandi vélarskrokknum og ofan á henni lá lík. Vesna Vulovic var sú eina sem lifði af. Hún var í dái í þrjá sólarhringa og lömuð fyrir neðan mitti í 10 mánuði. En eftir allmargar aðgerðir náði hún hreyfigetunni aftur og fékk nú nýtt starf hjá flugfélaginu – á jörðu niðri.

 

Hún mundi aldrei neitt eftir slysinu og svörtu kassarnir tveir fundust aldrei. Bæði tékknesk og júgóslavnesk yfirvöld drógu þá ályktun að króatískir þjóðernissinnar hefðu komið fyrir sprengju í vélinni. En árið 2009 komust tveir tékkneskir blaðamenn að annarri niðurstöðu. Þeir telja að flugvélin hafi lent í vandræðum og borið af leið skammt frá herstöðvum þar sem kjarnorkuvopn voru geymd. Tékkneski flugherinn gæti því hafa sent MIG-orrustuþotu til að granda þessari farþegavél, sem litið hafi verið á sem njósnavél.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is