Fólk sem villist gengur í hring

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Fyrirbrigðið er þekkt úr frásögnum, bókum og kvikmyndum: Þegar maður villist endar maður oft á að ganga í hring og fara yfir sína eigin slóð. Tilraunir á vegum þýsku Max-Planck-stofnunarinnar í Tübingen sýna nú að þetta er ekkert bull.

 

Vísindamennirnir sendu sjálfboðaliða bæði í Bienwald-skóginn í Þýskalandi og eyðimörkina í Túnis til að athuga hæfni þeirra til að ganga sem beinasta leið um nokkurra klukkustunda skeið.

 

Meðan sól eða tungl voru á lofti átti fólkið ekki í neinum vandræðum með að halda stefnunni, samkvæmt GPS-mælingum vísindamannanna. En áttaskynið brást illilega þegar mjög þungskýjað var eða ekki sást til tunglsins á nóttunni. Í þessum tilvikum leið ekki á löngu áður en fólk var tekið að ganga í hringi án þess að gera sér nokkra grein fyrir því sjálft.

 

Niðurstaða vísindamannanna er sú að heilinn þurfi einhvers konar kennileiti til að skynja áttir.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is