Fornkrókódílarnir konungar hafsins

Ógnvekjandi tennur gerðar fyrir stórvaxna bráð

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Steingervingafræði

Í Patagóníu í Suður-Argentínu hafa vísindamennirnir fundið steingerða hauskúpu af áður óþekktum forsögulegum krókódíl sem hefur herjað í höfunum fyrir um 135 milljónum ára.

 

Skepnan, sem nú hefur hlotið latneska heitið Dakosaurus andiniensis, virðist eins konar blanda af kródódíl og Tyrannosaurus-eðlu.

 

Hauskúpan er um 80 sm löng og vísindamennirnir telja að skrokkurinn hafi verið 4 – 5 metrar. Dýrið hefur verið snemmborin útgáfa af krókódílum nútímans, en öfugt við núlifandi ættingja hefur trýnið verið stutt og breitt og að líkindum hafa útlimirnir fjórir verið líkari uggum en fótum.

 

Dakosaurus hefur án efa verið ein af ógnvænlegustu skepnum hafsins. Í gininu voru 52 oddhvassar tennur, allt að 10 sm langar og með þeim hefur auðveldlega mátt rífa kjötflykki af bráðinni. Kjafturinn hefur ekki hentað til fiskveiða þannig að þessi kródódíll hefur að líkindum nærst m.a. á öðrum sjávarskriðdýrum, svo sem Ichtyosaurus.

 

Steingervingafræðingarnir fundu hauskúpuna á svæði þar sem hitabeltisflói gekk inn í landið á júratímabilinu.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is