Menning og saga

Frjálslyndar konur Egyptalands hneyksluðu alla

Þær gátu unnið eins og karlmenn, drukkið sig fullar þar til þær ældu og jafnvel orðið guðdómlegir drottnarar landsins. Egypskar konur voru öllum konum frjálslegri á fornöld.

BIRT: 23/02/2024

Vinnuveitendurnir tóku alla sem buðust

Margar fátækar konur sem iðulega voru ólæsar vörðu ævinni á akrinum.

 

Þær höfðu þó raunar einnig úr öðru að velja. Sumar gerðust grátkonur sem fengu greitt fyrir að gráta fyrir framan byggingar þar sem verið var að smyrja þá látnu.

 

Vefnaðarframleiðsla, bakstur og ölgerð voru einnig vinsælar starfsstéttir. Konur gátu beinlínis orðið stjórnendur vefarahópa.

 

Skreyting á gröfum í Sakkara sýnir enn fremur konur selja brauð, öl og fisk. Á einni af veggmyndunum má sjá konu skamma mann á meðan hún siglir skipi inn í höfnina. „Vertu ekki að spilla útsýni mínu á meðan ég leggst að með skip mitt“, hvæsir hún samkvæmt myndletrinu.

Konur unnu m.a við að mala malt til að brugga bjór.

Gullöld í Egyptalandi af völdum kvenfaraós

Hatsepsút var sú áræðnasta af öllum kvenfaraóum Egyptalands en þær voru alls minnst sjö talsins.

 

Verslun og menning ríkisins voru í mestum blóma í stjórnartíð hennar. Hún fékk því áorkað að heill floti verslunarskipa var sendur alla leið til reykelsislandsins Punt (að öllum líkindum þar sem nú er Sómalía) þar sem Egyptar versluðu með fílabein, gull og myrru.

 

Þessi atorkusama kona var heldur ekki bangin við að beita her sínum og átti m.a. í skammvinnu stríði við Núbíumenn í suðri.

 

Þess má einnig geta að hún lét reisa hvað flestar byggingar allra leiðtoga í Egyptalandi, m.a. hundruð mustera og önnur mannvirki víðs vegar í landinu. Fyrir vikið var hún oft nefnd „fyrsta mikla kona sögunnar“.

 

Konur drukku frá sér vit og rænu

Í skondnu egypsku hollráði segir sem svo: „Fyllerí gærdagsins á ekki að eyðileggja þorsta dagsins í dag“. Sæmandi orð um yfirstéttarkonur sem skipulögðu ótalmargar óhóflegar veislumáltíðir fyrir vini sína.

 

Meðan á veislum þessum stóð var borin fram ofgnótt víns og matar á meðan dansarar og hljóðfæraleikarar skemmtu gestunum.

 

Notkun áfengis var svo sannarlega ekki einungis ætluð karlmönnum. Konur virðast hafa haft fullt leyfi til að láta allar hömlur um lönd og leið.

 

Á veggmynd einni hjá hinum svonefndu Paheri-gröfum frá 15. öld f.Kr. má sjá konu hrópa á þjónustustúlku sína: „Færðu mér 18 bikara víns, ég ætla að drekka mig fulla, háls minn er þurr sem hálmur!“

Kvenprestar fóðruðu heilaga íbís-fugla í Karnak-musterinu.

Musterin voru full af konum

Þær konur sem voru það góðum efnum búnar að þær þyrftu ekki að vinna komust oft til metorða sem kvenprestar í einu hinna ótalmörgu mustera Egyptalands. Verkefni þeirra fólust m.a. í að taka við fórnargjöfum til guðalíkneskjanna, klæða þau í og úr, bera á þau ilmefni og vaka yfir þeim á nóttunni.

 

Konur voru sérlega virkar í musterum sem reist höfðu verið til heiðurs kvengyðjum. Merkust þeirra var ástargyðjan Haþor, svo og Ísís sem m.a. var tilbeðin vegna læknandi eiginleika hennar.

Eiginkonur gátu varpað eiginmönnum sínum á dyr

Hjónabandið táknaði ekki að egypskar konur glötuðu sjálfstæði sínu. Þær gátu haldið eigum sínum og meira að segja lánað öðrum fé: Í texta nokkrum er því m.a. lýst hvernig kona með fjármálavit lánaði eiginmanni sínum þrjá silfurmola gegn árlegum vöxtum sem námu heilum 30 prósentum.

 

Konur gátu jafnframt farið fram á skilnað ef maðurinn reyndist ónytjungur og þær gátu gengið í hjónaband á nýjan leik, þó stundum gegn greiðslu.

 

Í hjónabandssáttmála frá árinu 340 f.Kr. ritaði kona nokkur manninum sínum af hispursleysi:

 

„Ef ég hafna þér sem eiginmanni sökum þess að mér líki ekki lengur við þig og vilji velja mér annan mann, þá ber mér að greiða þér 22 g silfurs og láta þér eftir þriðjung sameiginlegra eigna okkar“.

 

Engar fjölskyldur létu deyða stúlkubörn

Bæði Grikkir og Rómverjar báru út nýfæddar dætur sínar sem fæðu fyrir villidýr sökum þess að þær voru álitnar vera baggi á fjölskyldunni. Drengir gátu hins vegar fært fjölskyldunni auðævi og upphefð. Þetta var hins vegar óhugsandi í Egyptalandi.

 

Þar gátu stúlkur nefnilega unnið og aflað fjölskyldu sinni fjár. Gamalt egypskt ráð hljóðaði fyrir vikið þannig:

 

„Þú skalt koma eins fram við börnin þín. Þú veist aldrei hvert þeirra á eftir að koma vel fram við þig“.

HÖFUNDUR: KASPER SCHLIE

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.