Froskar verja sig með klóm

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Líffræði

Þau rándýr í Mið-Afríku sem leggja sér froska til munns, mega stundum gera ráð fyrir óvæntri ógn.

Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að 11 undirtegundir af ættunum Astylosternus, Tricobatracus og Scotobleps geta varið sig með klóm sem í nauðvörn er stungið út í gegnum húðina.

 

Það er hópur vísindamanna við Harvard-háskóla sem rannsakað hefur þessa froska, en þeir þykja m.a. mikið lostæti í Kamerún.

 

Þeir eru veiddir með löngum spjótum eða jafnvel skotnir til að veiðimennirnir komist hjá snertingu við klærnar, sem eru nógu öflugar til að rífa göt á mannshúð. Einn vísindamannanna fékk að reyna það á eigin skinni, hversu óþægileg snertingin er, þegar hann greip upp frosk til að rannsaka.

 

Klærnar eru að því leyti ólíkar hefðbundnum klóm, að þær eru aðeins gerðar úr beini en í þeim er ekkert af hinu trefjamyndandi prótíni keratíni. Öfugt við t.d. kattarklær sem dýrið dregur inn í sérstakt hulstur, eru klær froskanna einfaldlega huldar húð. Klærnar eru á tánum og froskarnir virkja þær með sérstökum vöðva.

 

Nú hyggjast vísindamennirnir rannsaka hvernig húðin grói eftir að froskar hafa beitt klónum.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is