Í Suður-Afríku hafa fornleifafræðingar fundið 270 brot úr strútseggjaskurn sem rist hefur verið í. Brotin eru 60.000 ára gömul. Uppgötvunin bendir til að listamaðurinn hafi bæði verið fær um óhlutbundna hugsun og tjáskipti. Skeljarnar voru notaðar undir vatn og hugsanlega hafa skreytingarnar sýnt hver var eigandi tiltekins vatnsíláts.