Maðurinn

Fyrsti sjúklingurinn fær nýtt hjarta

BIRT: 04/11/2014

Þann 3. desember 1967 urðu mikil straumhvörf í sögu læknavísindanna þegar suður-afríski læknirinn Christiaan Barnard (1922-2001) græddi í fyrsta sinn gjafahjarta í sjúkling.

 

Vissulega dó sjúklingurinn, Louis Washkansky, úr lungnabólgu eftir 18 daga, en engu að síður markaði aðgerðin upphaf nýrra tíma. Nú var hægt að skera lífstáknið sjálft, hið sláandi hjarta, úr einum brjóstkassa og flytja það yfir í annan.

 

Árþúsundum saman hafði hjartað verið nánast alheilagt og skurðlæknum ósnertanlegt.

 

Þessi tímamótaaðgerð varð möguleg þegar 25 ára stúlka, Denise Darvall, varð fórnarlamb drukkins ökumanns og faðir hennar féllst á að gefa úr henni hjartað.

 

 

Fáeinum tímum eftir að stúlkan var úrskurðuð heiladauð, gat Barnard komið hjarta hennar fyrir í Washkansky.

 

Þegar hjartað fór að slá reglubundið og af fullum krafti, hrópaði Barnard yfir sig glaður á afrikaans: „Dit gaan weerk!“ eða „Það virkar!“

 

Það kom mörgum á óvart að þessi tímamótaaðgerð skyldi gerð í Suður-Afríku. Barnard hafði verið í framhaldsnámi í Bandaríkjunum 1956-58 og m.a. lagt stund á hjartaskurðlækningar og kynnst helstu frumkvöðlunum, Norman Shumway og Dick Lower, sem unnu mikið að grundvallarrannsóknum á þessu sviði.

 

Það skipti líka meginmáli fyrir Barnard að hann náði að taka hjarta- og lungnavél með sér heim frá Bandaríkjunum. Vélin hafði verið lengi í þróun og var fær um að koma súrefni út í blóðið og draga úr því koltvísýring, sem var grundvallaratriði þegar hjartaaðgerðir voru annars vegar.

 

Árið 1963 tókst Norman Shumway að varðveita hjarta í saltríkri upplausn í 7 tíma og koma því síðan af stað aftur. Eftir þetta gerðu læknar tilraunir með að græða hjörtu í hunda bæði í Suður-Afríku og Bandaríkjunum, þar sem James Hardy tókst árið 1964 að græða simpansahjarta í mann.

 

Hjartað sló aðeins í 90 mínútur en ekki löngu síðar voru allmargir hópar lækna tilbúnir að flytja hjörtu milli manna.

 

Samkvæmt bandarískum lögum taldist fólk hins vegar ekki látið fyrr en hjartað hætti að slá og allmargar tilraunir mistókust vegna þess að gjafahjartað var orðið óstarfhæft af súrefnisskorti við ígræðsluna. Í Suður-Afríku taldist fólk einfaldlega látið þegar læknir úrskurðaði svo og þess vegna féll það Barnard í skaut að verða fyrstur.

 

Aðgerðin vakti gríðarlega athygli og um allan heim tóku illa undirbúnir læknar að reyna hjartaígræðslur, en með næsta dapurlegum árangri. Barnard sjálfum gekk mun betur og 1969 græddi hann í fyrsta sinn hjarta í þeldökka konu, Dorothy Fischer, sem lifði í 12,5 ár eftir aðgerðina.

 

Síðan hafa lífslíkur aukist til muna og sá sem lengst hefur lifað, Tony Hueman, hefur nú haft gjafahjarta sitt í 31 ár.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Merkúr: Plánetan án árstíða 

Náttúran

Topp 5 – Hvaða dýr hafa lengstar tennur?

Dýr

Svarta ekkjan deyðir með afar sterku ofureitri

Náttúran

Tilheyra dýr ólíkum blóðflokkum, líkt og menn?

Maðurinn

Er það virkilega rétt … að hægt sé að brjóta gler með röddinni?

Náttúran

Hvað verður um mann í lofttómu rúmi?

Maðurinn

Vísindamenn slá því föstu: Seigla er lykillinn að velgengni barna

Lifandi Saga

Kortagerðarmaður gerði jörðina flata – aftur

Lifandi Saga

Japanska Titanic gleymdist

Maðurinn

Vísindamenn kynna: Þessi einfaldi siður getur gert okkur hamingjusamari

Maðurinn

Stór rannsókn: Bresk fyrirtæki taka vel í fjögurra daga vinnuviku.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is