Maðurinn

Fyrsti sjúklingurinn fær nýtt hjarta

BIRT: 04/11/2014

Þann 3. desember 1967 urðu mikil straumhvörf í sögu læknavísindanna þegar suður-afríski læknirinn Christiaan Barnard (1922-2001) græddi í fyrsta sinn gjafahjarta í sjúkling.

 

Vissulega dó sjúklingurinn, Louis Washkansky, úr lungnabólgu eftir 18 daga, en engu að síður markaði aðgerðin upphaf nýrra tíma. Nú var hægt að skera lífstáknið sjálft, hið sláandi hjarta, úr einum brjóstkassa og flytja það yfir í annan.

 

Árþúsundum saman hafði hjartað verið nánast alheilagt og skurðlæknum ósnertanlegt.

 

Þessi tímamótaaðgerð varð möguleg þegar 25 ára stúlka, Denise Darvall, varð fórnarlamb drukkins ökumanns og faðir hennar féllst á að gefa úr henni hjartað.

 

 

Fáeinum tímum eftir að stúlkan var úrskurðuð heiladauð, gat Barnard komið hjarta hennar fyrir í Washkansky.

 

Þegar hjartað fór að slá reglubundið og af fullum krafti, hrópaði Barnard yfir sig glaður á afrikaans: „Dit gaan weerk!“ eða „Það virkar!“

 

Það kom mörgum á óvart að þessi tímamótaaðgerð skyldi gerð í Suður-Afríku. Barnard hafði verið í framhaldsnámi í Bandaríkjunum 1956-58 og m.a. lagt stund á hjartaskurðlækningar og kynnst helstu frumkvöðlunum, Norman Shumway og Dick Lower, sem unnu mikið að grundvallarrannsóknum á þessu sviði.

 

Það skipti líka meginmáli fyrir Barnard að hann náði að taka hjarta- og lungnavél með sér heim frá Bandaríkjunum. Vélin hafði verið lengi í þróun og var fær um að koma súrefni út í blóðið og draga úr því koltvísýring, sem var grundvallaratriði þegar hjartaaðgerðir voru annars vegar.

 

Árið 1963 tókst Norman Shumway að varðveita hjarta í saltríkri upplausn í 7 tíma og koma því síðan af stað aftur. Eftir þetta gerðu læknar tilraunir með að græða hjörtu í hunda bæði í Suður-Afríku og Bandaríkjunum, þar sem James Hardy tókst árið 1964 að græða simpansahjarta í mann.

 

Hjartað sló aðeins í 90 mínútur en ekki löngu síðar voru allmargir hópar lækna tilbúnir að flytja hjörtu milli manna.

 

Samkvæmt bandarískum lögum taldist fólk hins vegar ekki látið fyrr en hjartað hætti að slá og allmargar tilraunir mistókust vegna þess að gjafahjartað var orðið óstarfhæft af súrefnisskorti við ígræðsluna. Í Suður-Afríku taldist fólk einfaldlega látið þegar læknir úrskurðaði svo og þess vegna féll það Barnard í skaut að verða fyrstur.

 

Aðgerðin vakti gríðarlega athygli og um allan heim tóku illa undirbúnir læknar að reyna hjartaígræðslur, en með næsta dapurlegum árangri. Barnard sjálfum gekk mun betur og 1969 græddi hann í fyrsta sinn hjarta í þeldökka konu, Dorothy Fischer, sem lifði í 12,5 ár eftir aðgerðina.

 

Síðan hafa lífslíkur aukist til muna og sá sem lengst hefur lifað, Tony Hueman, hefur nú haft gjafahjarta sitt í 31 ár.

 
 

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.