Gamlar kvefpestir kunna að vernda okkur gegn Covid-19

Allar fyrrum kvefpestir hafa hugsanlega ekki verið alveg tilgangslausar því ef marka má rannsóknir kunna þær að hafa undirbúið ónæmiskerfið undir það að ráðast til atlögu við nýju kórónuveiruna.

BIRT: 13/08/2020

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Bandarískir vísindamenn hafa rannsakað blóðsýni frá árunum 2015-2018, þ.e. frá því áður en nýja kórónuveiran fór að láta á sér kræla. Í blóðsýnum þessum fundust svonefndar T-frumur sem bera kennsl á nýju kórónuveiruna án þess að hafa nokkru sinni komist í tæri við hana.

T-frumur eru mikilvægur hluti af ónæmiskerfinu, þar sem þær finna nýjar sýkingar og ráða niðurlögum þeirra. Sumar T-frumur muna hvað þær hafa ráðist á áður og viðhalda þessari getu sinni svo árum skiptir og á meðan erum við ónæm.

Margar hefðbundnar kvefpestir tilheyra tegund kórónuveira og tilraunir vísindamanna hafa leitt í ljós að T-frumur sem kannast við kvef eru í sumum tilvikum einnig í stakk búnar til að bera kennsl á nýju kórónuveiruna og líkamar þeirra sem þetta á við um geta því byrjað að vinna á veirunni fyrr en ella.

Fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að 20-50% fólks kunni að hafa yfir að ráða T-frumum sem geta ráðist á nýju kórónuveiruna án þess að hafa nokkru sinni komist í tæri við hana áður.

BIRT: 13/08/2020

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is