Tækni

Gen útdauðs pokaúlfs endurlífguð í músarfóstri

BIRT: 04/11/2014

Líffræði

Ástralskt músarfóstur hefur nú markað spor sín á spjöld sögunnar. Í þessu fóstri er nefnilega erfðaefni úr pokaúlfi, eða svonefndum Tasmaníutígri.

 

Tegundin er löngu útdauð og þetta er í fyrsta sinn sem vísindamönnum hefur tekist að fá gen úr útdauðri tegund til að „virka“ í annarri tegund.

 

Erfðaefni var tekið úr þremur 100 ára gömlum Tasmaníutígrum sem geymdir voru í spíra í Viktoríusafninu í Melbourne í Ástralíu.

 

Eftir að gengið hafði verið úr skugga um að erfðaefnið væri í raun úr Tasmaníutígri, einangruðu vísindamennirnir genið Col2a1 og komu því fyrir í frjóvguðu músareggi.

 

Egginu var síðan komið fyrir í legi músar þar sem vísindamennirnir gátu síðan fylgst með hegðun gensins. Í ljós kom að genið starfar eins og músagenið Col2a1. Það virkjar sem sé annað gen sem aftur á þátt í myndun brjósks og beina.

 

Áströlsku og bandarísku vísindamennirnir sem standa að tilrauninni eru afar ánægðir með þessa genagræðslu.

 

Þetta einstæða afrek nýtist nefnilega ekki aðeins til að ákvarða hvar Tasmaníutígurinn var staddur í þróunarstiganum, heldur segja vísindamennirnir að aðferðina megi einnig nota til að afla þekkingar á öðrum útdauðum tegundum og geti jafnvel komið að notum til að koma í veg fyrir að tegundir í útrýmingarhættu verði aldauða.

 

Tasmaníutígurinn var eitt sinn útbreiddur en var útrýmt af ýmsum ástæðum. Skinnið var verðmætt og sauðfjárbændur skutu þetta rándýr líka til verndar hratt vaxandi bústofni sínum.

 

Síðasti pokaúlfurinn drapst í Hobart-dýragarðinum þann 7. september 1936.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Heilinn sér andlit alls staðar og meðhöndlar þau öll eins

Náttúran

90 sekúndur til dómsdags: Viðbúin gegn hamförunum?

Náttúran

Vísindamenn undrandi: Svona myndast stærstu sandöldur heims

Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

Náttúran

Forneðlur lágu á eggjunum

Náttúran

Hve þungt er ljósið?

Maðurinn

Er til fólk sem skynjar ekki sársauka?

Maðurinn

Eru sjóböð að vetri heilsusamleg?

Maðurinn

Fyllerí: Svona slævir áfengi heilann

Alheimurinn

Hjarta Plútós varð til eftir árekstur

Lifandi Saga

Hvenær var skák fundin upp?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is