Gervihjörtu slá fyrir þig

Ein algengasta dánarörsök okkar eru hjarta- og æðasjúkdómar en vitvélar, prentarar og háþróaður tæknibúnaður eru tilbúin að taka slaginn þegar veikluð hjörtu gefast upp.

BIRT: 15/06/2021

LESTÍMI:

3 mínútur

Lyf – Læknisfræði

Lestími: 2 mínútur

 

Títanrör afritar blóðrásina

 

Gervihjörtu þurfa að vera nógu öflug til að geta slegið 115.000 sinnum dag hvern. Bandarískir læknar hafa hannað hjartað í formi títanrörs þar sem um annan endann er tekið inn súrefnissnautt blóð og hreyfanlegur sívalningur beinir svo blóðinu út í lungu og tilbaka. Frá hinu enda rörsins er súrefnisríku blóðinu síðan pumpað út í líkamann.

 

 

Klemmur festa gallaðar hjartalokur saman

 

Lek hjartaloka gerir það að verkum að blóð flæðir aftur í gegnum hólf hjartans sem gæti leitt til hjartabilunar.  Með skurðaðgerð er hægt að setja u.þ.b. 1,5 sm klemmu í hjartað, kreista hjartalokuna saman og stöðva lekann. 

 

 

Mannsfrumur lifa í plöntum

 

Í framtíðinni geta læknar e.t.v. sett örlitlar æðar í veikluð hjörtu. Ný tækni býr til þessar fínu æðar með því að skola öllum plöntufrumum úr laufblaði með leysi og skipta þeim út með t.d. æðarfrumum og stofnfrumum. Byggingarefni í frumuveggjum laufa er beðmi eða sellulósi sem hægt er að græða í án þess að valda sýkingum.

 

 

Þrívíddarprentari býr til hjörtu úr stofnfrumum

 

Þrívíddarprentari getur komið í veg fyrir að líkaminn hafni ígræddu hjarta. Nú er hægt að prenta starfhæft nýtt hjarta í þrívídd með því að stafla stofnfrumum úr fituvef sjúklingsins hverja á aðra, sem síðan sérhæfa sig í t.d. vöðvum eða æðum. Gervihjartað er hannað miðað við  tölvusneiðmynd af líkama sjúklingsins.

 

 

Stofnfrumur styrkja slaka vöðva hjartans

 

Veiklaðir hjartavöðvar dæla blóði ekki eins vel og geta leitt til hjartabilunar. Vísindamenn vinna nú að því að hressa upp á veikburða vöðva með frumum úr bandvef hjartans. Þær eru þvingaðar aftur á fósturstigið sem hjartastofnfrumur. Þannig verða þær að nýjum vöðvafrumum sem hægt er að setja í sjúklinginn.

 

 

Þrýstingur lofts og mildur faðmur býr til hjartslátt

 

Gangráður getur valdið sýkingum eða bólgu því rafskautum gangráðsins er stungið í æðar. Ný aðferð  forðast þessa hættu með því að festa hvítan sílikonpoka utan um hjartað með sogskálum á meðan lofti er dælt í þrjú rör til að skapa hjartslátt.

 

 

 

Birt: 15.06.2021

 

 

LEA MILLING KORSHOLM

 

 

BIRT: 15/06/2021

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is