Heilsa

Hér er ein stærsta ástæða hjarta- og æðasjúkdóma sem oft er horft fram hjá

Læknavísindin hafa lengi talið kólesteról vera einn versta óvin hjartaheilsu. En nú hafa rannsóknir sýnt fram á aðra og mun stærri ógn.

BIRT: 28/05/2023

Fræðimenn hafa rýnt í niðurstöður þriggja stórra rannsókna þar sem ólíkar meðferðir gegn heilablóðfalli og blóðtappa í hjarta voru prófaðar á alls 31.245 sjúklingum.

 

Hjarta- og æðasjúkdómar draga fleiri til dauða en nokkur annar sjúkdómur og í áratugi voru læknar sannfærðir um að kólesteról væri stóri sökudólgurinn. Fyrri rannsóknir sýndu að fleiri fengu banvænt heilablóðfall sem voru með hátt blóðgildi „blýmagns“ í kólesteróli – einnig þekkt sem LDL (lágþéttni lípóprótein/low density lipoprotein) – samanborið við fólk sem hafði minna af því.

 

Jafnframt vissu rannsakendur að kólesteról væri einn af meginþáttum æðakölkunar sem þrengir að æðum og getur í versta falli rofnað þannig að kalkbrot festist í hjartakransæðunum með hættu á banvænum blóðtappa í hjartanu.

 

Við höfum hins vegar kannski beint sjónum okkar í ranga átt. Kólesteról er ekki stærsta ógnin.

 

Talvert stærri áhættuþáttur

Hjartabólgur eru hættulegri.

 

Bandarískar rannsóknir sýna að hjá fólki sem tekur kólesteról-lækkandi statín-lyf eru hjartabólgur mun meiri áhættuvaldur heilablóðfalls og blóðtappa í hjarta en ef styrkur kólesteróls er hærri.

 

„Það segir sig sjálft að ef við fylgjumst ekki með bólguviðbrögðum líkamans munum við aldrei vinna bug á þessum sjúkdómum. Þetta er ekki lengur tilgáta heldur skjalfest staðreynd,“ segir Paul Ridker, sóttvarnalæknir og lífeindafræðingur og einn af vísindamönnunum á bak við rannsóknina sem birt var í The Lancet.

 

C-hvarfandi prótein sýnir fram á bólgur

Fræðimenn hafa greint sérstaklega niðurstöður þriggja stórra rannsókna þar sem mismunandi meðferðir gegn blóðtappa í hjarta og heilablóðfalli voru prófaðar á alls 31.245 sjúklingum sem allir voru þegar á kólesteróllækkandi statín-lyfjum.

 

Í upphafi rannsóknanna var blóð allra þátttakenda greint með tilliti til kólesteróls og náttúrulegs efnis sem kallast „C-reactive protein“ (CRP) og er svokallaður leiðarvísir fyrir bólgur í líkamanum. Allar þrjár rannsóknirnar leiddu í ljós að hækkað gildi CRP var mælanlega meiri áhættuþáttur fyrir banvæna hjarta- og æðasjúkdóma en kólesteról.

LESTU EINNIG

Dánartíðnin 268 prósent hærri

Sjúklingar með hæstu CRP gildin voru með 268 prósent meiri hættu á banvænum hjarta- og æðasjúkdómum en sjúklingar með lægstu CRP gildin í blóði. Til samanburðar var aukið kólesteról aðeins tengt við 27 prósent hærri dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Hækkuð CRP-gildi þýða auknar bólgur, svo það eru greinilega bólgur og verkanir af þeirra völdum sem eru vandamálið.

 

Í ljós kemur einnig að æðakölkun er undirlögð af bólgum og ónæmisfrumuvirkni. Tilraunir á dýrum hafa einnig sýnt að æðakölkun með miklum bólgum er líklegri til að rifna og hleypa banvænu kalkbroti í blóðið, svo mikilvægt er að finna aðferðir til að vinna gegn bólgunni.

 

Næringarefni geta veitt vernd

Lengi hafa verið uppi kenningar sem styðja það að kólesteról sé ekki hættulegt nema það sé oxað af sindurefnum og bólgur sjáist. Rannsóknir hafa sýnt að ákveðin næringarefni hafa í raun bólgueyðandi áhrif. Þetta á meðal annars við um omega-3 fitusýrur úr fiski sem og C-vítamín, D-vítamín, selen og sink.

 

Ein viðamesta rannsókn til þessa var unnin af vísindamönnum frá háskólasjúkrahúsinu í Linköping og Karolinska stofnunin í Stokkhólmi. Með því að gefa öldruðum blöndu af seleni og kóensími Q10 í fjögur ár tókst þeim að draga úr dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma um 54%. Rannsakendur töldu að meðferðin minnkaði CRP-gildi í blóði og hún lækkaði einnig önnur ummerki um bólgur eins og osteopontin og sP-selectin.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: BJØRN FALCK MADSEN

© Shutterstock.

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.