Heilsa

Örsmátt gervihjarta til varnar sjúkdómum sem kosta flest líf

Hópur bandarískra vísindamanna hefur þróað lítið módel af hjartahólfi sem gerir kleift að prófa nýjar meðferðir við hjartasjúkdómum og sjá strax hvort þær virka eins og til er ætlast.

BIRT: 23/10/2022

Árlega deyja um fjórar milljónir Evrópubúa úr hjarta- og æðasjúkdómum og vísindamenn vinna því baki brotnu að því að finna nýjar aðferðir sem gætu dregið úr þessum fjölda.

 

Og sú vinna gæti orðið auðveldari í framtíðinni. Hópur bandarískra vísindamanna hjá Bostonháskóla hefur þróað smágert módel af hjartahólfi úr blöndu af stofnfrumum og þrívíddarprentuðu plasti.

 

MiniPUMP kallast uppfinningin og er á stærð við frímerki en dælir á sama hátt og lifandi hjarta og gengur fyrir eigin afli.

 

Nýja örhjartað veitir nákvæma innsýn í virkni mannshjartans og því unnt að rannsaka hvernig sjúkdómurinn hefur áhrif á hjartað og prófa virkni nýrra meðferðarúrræða án þess að þurfa að gera tilraunir á lifandi fólki.

Hjartavefurinn fær gervihjartað til að draga sig saman með taktföstum hreyfingum. Vísindamennirnir geta notað uppfinninguna til að rannsaka virkni lyfja og hugsanlegar aukaverkanir.

Haft í vökva

Burðarvirki örhjartans minnir helst á hringformað víravirki eða net, gert úr örsmáum þrívíddarprentuðum fjaðrandi plaststöngum.

 

Hjartahólfið er þess vegna fært um að draga sig saman og víkka út til skiptis rétt eins og í veruleikanum. Þetta fjaðrandi burðarvirki er klætt með hjartavef sem ræktaður er úr stofnfrumum úr mönnum.

 

Örhjartað er haft í vökva sem í eru glúkósi og næringarefni. Vökvinn sér frumunum fyrir orkunni sem þarf til að örhjartað dragi sig saman.

 

Samdráttur frumnanna veldur því að burðarvirkið í heild dregst saman þannig að næringarvökvinn sem einnig fyllir holrúm örhjartans, dælist út um lokur sem samsvara hjartalokum í mannshjarta. Um leið og frumurnar slaka aftur á, fyllist holrúmið af vökva á ný.

Plastgrindin frá miniPUMP er þakin hjartavef úr stofnfrumum manna. Frumurnar sjálfar skapa orku fyrir samdrættinum.

Rannsóknir afhjúpa aukaverkanir

Svo lengi sem frumurnar hafa aðgang að næringarvökvanum dælir hjartahólfið án afláts og vökvinn streymir út og inn.

 

Vísindamennirnir segja hjartahólfið virka nákvæmlega eins og lifandi hjartahólf og ekki þurfa neina aðra orkugjöf. Af þessum sökum má rannsaka hvernig örhjartað bregst t.d. við lyfjagjöf eða óheilbrigðum frumum sem í veruleikanum geta aukið hættu á hjarta- og æðasjúkdómum.

Uppfinningin er ekki mikið stærri en frímerki en hefur ómetanlega þýðingu þar sem uppfinningin getur rutt brautina fyrir nýjum hjartameðferðum.

Hægt verður að bæta lyfjum við miniPUMP og fylgjast með hvaða áhrif þau hafa á  starfsemi hjartans. Þannig væri hægt að fá svör við því hvaða efni bæta starfsemi hjartans eða hafa eyðileggjandi áhrif. Og eins verður hægt að rannsaka hvaða aukaverkanir hin ýmsu efni  hafa.

 

Möguleikarnir á að prófa mismunandi meðferðir takmarkast ekki eingöngu við lyf. Til dæmis væri líka hægt að bæta óheilbrigðum frumum í gervihjartað t.d. frumum með erfðafræðilegar stökkbreytingar, sem vitað er að auki líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: BJØRN FALCK MADSEN

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

NÝJASTA NÝTT

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

Vinsælast

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

4

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

5

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

4

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

5

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

6

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Maðurinn

Nátthrafnar deyja fyrr en morgunhanar. En ástæðan kemur á óvart.

Alheimurinn

NASA: 50 metra stór loftsteinn getur skollið á jörðina árið 2046

Heilsa

Kynin bregðast ekki eins við yfirvofandi áfalli

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Vísindamenn leiða í ljós hvað gerist í heilanum þegar við deyjum

Lifandi Saga

Erfingi Napóleóns myrtur af Súlúmönnum

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Í upphafi eru eineggja tvíburar þess vegna erfðafræðilega alveg eins, enda myndaðir úr sömu eggfrumunni. Það er þannig ógerlegt að gera greinarmun á þeim með DNA-rannsókn.

Tækni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is