Gervikjöt bragðast eins og besti kjúklingur

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Matvörur með sojabaunum eru hollar fyrir hjartað en erfitt er að aðlaga þær vestrænum matarvenjum. Í framtíðinni gætum við þó fengið sojabaunir þegar við fáum okkur kjúkling. Fu-Hung Hsieh, prófessor við Missouriháskóla í Bandaríkjunum, hefur nefnilega þróað gervikjúklingakjöt sem unnið er úr sojabaunum.

 

Til að fá eitthvað til að bragðast og líta út eins og kjúklingur þarf aðeins réttu bragð- og litarefnin og það hefur verið gert áður en Fu-Hung Hsieh gengur skrefinu lengra og líkir eftir trefjauppbyggingunni í kjúklingakjöti. Það er því ekki nóg með að nýja afurðin bæði smakkist og líti út eins og kjúklingur, heldur verður tilfinningin, þegar kjötið er tuggið, einnig hin sama. Og þegar kjötið er skorið eða slitið sundur, verður heldur ekki annars vart en maður sé með kjúkling í höndunum.

 

Soja-kjúklinginn bjó Fu-Hung Hsieh til með því að einangra sojaprótín úr fitusneyddu sojamjöli. Ásamt íbættum efnum tekur svo við ferli þar sem vatni er bætt í, afurðin soðin og þjöppuð undir þrýstingi.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is