Geta dýr þekkt sína eigin spegilmynd?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Vísindamenn líta á „spegilsprófið“ sem mikilvægt tæki þegar þeir rannsaka sjálfsskilning dýra.

 

Flest dýr bregðast við spegilmyndinni eins og þar sé annað dýr á ferð, en nokkrar tegundir hafa þó sýnt hæfni til að þekkja spegilmynd sína, m.a. höfrungar, simpansar, górillur og órangútanar.

 

Ný rannsókn hefur líka sýnt að fílar virðast færir um að þekkja sjálfa sig í spegli.

 

Vísindamenn settu upp spegil framan við þrjá fíla. Fílarnir byrjuðu á að skoða á bak við spegilinn en tóku því næst að skoða sjálfa sig í speglinum.

Þeir fluttu m.a. höfuðið inn og út úr spegilmyndinni og skoðuðu líka þá hluta líkamans sem þeir gátu ekki séð við venjulegar aðstæður.

 

Dýr sem fær eru um að þekkja eigin spegilmynd eiga það sameiginlegt að hafa tiltölulega stóran og flókinn heila, lifa þróuðu félagslífi og hafa hæfileika til að finna samkennd með öðrum einstaklingum.

 

Einstöku fuglar eru þó einnig færir um að þekkja sjálfa sig í spegli. Líffræðingar hafa t.d. rannsakað viðbrögð skjóa við speglum. Þegar sett var á fuglinn merki sem hann gat séð í speglinum, tók hann að snúa sér til þannig að hann gæti séð merkið betur.

 

Skjórinn er félagslyndur fugl sem safnar fæðu og geymir hana og ýmislegt bendir til að félagsþroski haldist í hendur við hæfnina til að þekkja sig í spegli.

 

Villt dýr nota skynfæri sín yfirleitt allt öðruvísi en menn og þótt þau hafi ekki færni til að þekkja eigin spegilmynd, þýðir það ekki að þau hafi ekki annars konar sjálfsskilning.

 

Hugsanlegt er að ýmis dýr þekki t.d. sína eigin lykt eða hljóð.

 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is