Geta fiskar drukknað?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Fiskar anda með tálknum í vatninu. Þetta eru þynnur með næfurþunnu húðlagi og draga auðveldlega til sín súrefni úr vatninu.

Súrefnisþéttni vatnsins er misjöfn og afar næmir viðtakar í tálknunum skynja súrefnismagnið. Verði súrefni í vatninu of lítið, bregst fiskurinn við með því að auka vatnsflæðið eða synda burt og finna sér súrefnisríkara vatn. Það kemur þó fyrir að fiskar lendi í vatni þar sem súrefni er ekki nóg og kafna þá úr súrefnisskorti. Þar eð þetta gerist í vatni, má vissulega með hæfilegri kaldhæðni segja að fiskurinn hafi drukknað. En öfugt við landdýr drukknar hann ekki af því að lungun fyllist af vatni, því lungu hefur hann engin.

Til eru þó fiskar sem geta drukknað á svipaðan hátt og landdýr. Þetta gildir t.d. um rafálinn sem hefur ófullkomin tálkn og er háður því að fá súrefni úr lofti. Állinn kemur upp á yfirborðið með reglubundnu millibili og gleypir í sig loft sem hann geymir í holrúmi í munninum. Um þetta holrúm liggja fjölmargar æðar sem taka til sín súrefnið úr loftinu.

Ef rafállinn, eða aðrir fiskar sem anda að sér lofti, kemst ekki upp á yfirborðið í langan tíma, kafnar hann og drukknar þannig á svipaðan hátt og landdýr.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is