Geta fjöll skotist upp á augnabliki?

Ég hef lesið að fjöll myndist og stækki fáeina sm á ári þegar tvær meginlandsplötur rekast saman. En getur fjall einnig skotist upp á örskömmum tíma?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Flest fjöll myndast við árekstur milli tveggja af rekplötum jarðar.

 

Hafi báðar plöturnar meginland til að bera, þrýstast þær upp í langar fjallakeðjur þar sem meginlöndin eru of létt til að sökkva niður í iður jarðar.

 

Þetta á sér m.a. stað í Himalaya, heimsins hæsta fjallgarði, þar sem indverska meginlandið hefur á síðustu 50 milljón árum rekist inn í evrasíska meginlandið.

 

Slík fjöll hækka afar hægt. Þegar hraði Himalaya var hvað mestur stækkaði fjallgarðurinn trúlega einungis um hálfan annan sm á ári.

 

Fjöll geta einnig myndast við eldgos.

 

Eldfjöll er að finna annað hvort þar sem meginlandsplatan rennur undir aðra eins og t.d. á sér stað víðsvegar á Kyrrahafsplötunni, eða á svonefndum heitum reitum inni á plötunum eins og t.d. við Hawaii-eyjaklasann.

 

Samfara eldgosum geta myndast fjöll á nokkrum dögum eða mánuðum. Slík fjöll eru þó mun lægri en Himalaya.

 

Þó er að finna afar há eldfjöll eins og t.d. Andesfjöllin sem ná yfir 6.000 metra hæð, en það stafar af síendurteknnum eldgosum á afar löngum tíma.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is