Geta tourbillon-úrin upphafið þyngdarafl?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Orðið tourbillon er franskt og merkir hvirfilvindur.

 

Þetta er heiti á sérstakri gerð gangvirkis í vélrænum úrum og telst til þess allra besta.

 

Í rauninni er þetta sérstök útgáfa af þeim hluta gangverksins sem nefnist gangráður og stýrir því hve hratt orkan í fjöðrinni er leyst úr læðingi – og hefur þar með úrslitaáhrif á nákvæmni úrsins.

 

Það var franski úrsmíðameistarinn Abraham-Louis Breguet sem fann upp þessa tækni árið 1795.

 

Ýmis vandamál fylgja því að fá vélrænt úr til að ganga rétt og þyngdaraflið er eitt þeirra.

 

Á tímum Breguets gengu menn almennt með vasaúr, en slík úr lágu yfirleitt í vasanum í sömu stellingum allan daginn. Þyngdaraflið hefur áhrif á hreyfihluti í úrinu og áhrifin verða meiri en ella ef úrið snýr alltaf eins. Breguet flutti því marga af hreyfihlutunum inn í gangverk sem sjálft snerist í hringi – tourbillon.

 

Þannig tókst honum að dreifa áhrifum þyngdaraflsins á úrverkið.

 

Nú eru tourbillon-úrin reyndar gagnrýnd fyrir að reynast ekki betur en önnur úr nema við sérstakar prófunaraðstæður sem ekki eigi endilega neitt skylt við raunveruleikann.

 

Eftir að úrin fluttust úr vasanum á úlnliðinn, er tourbillon-búnaðurinn einungis dýr lúxus en þýðingarlaus. Ódýr, stafræn úr eru ekki ónákvæmari.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is