Fræðilega séð er ekkert því til fyrirstöðu að klapparplánetur af sömu gerð og jörðin gætu náð sömu stærð og gasrisinn Júpíter.
Leitin að reikistjörnum í öðrum sólkerfum hefur leitt í ljós að sólkerfi geta orðið til á mjög mismunandi hátt og það er hreint ekki fráleitt að á næstunni kynni að uppgötvast risavaxin klapparreikistjarna á braut um nærliggjandi sól.
Hvort líf gæti þróast á slíkum hnetti fer ekki eftir stærðinni, heldur því hvort lífsskilyrði séu fyrir hendi og þar er fyrst og fremst um að ræða vatn í fljótandi formi.