Loft brennur ekki, jafnvel ekki þótt súrefnismagnið sé aukið.
Súrefnið sjálft brennur ekki, heldur nærir eldinn og því getur verið hættulegt að kveikja eld þétt við mikla uppsprettu súrefnis. Ef t.d. er kveikt á kerti í lofti þar sem súrefni hefur verið aukið, brennur kertið hraðar og getur skapað hættu.
Til að eldur kvikni þarf eldfimt efni, súrefni og hita. Þegar efni brennur gengur það í efnasamband við súrefni og um leið skapast meiri hiti en þarf til að eldurinn kvikni í upphafi. Eldurinn getur þannig logað áfram þar til hið eldfima efni er uppurið, súrefnið þrýtur eða efnið er kælt niður.
Loftið í gufuhvolfinu er að jafnaði 78% köfnunarefni, 21% súrefni og 1% eru svo ýmsar mismunandi lofttegundir. Köfnunarefni brennur ekki vegna þess að til að það gangi í efnasamband við súrefni þarf meiri hita en myndast við samrunann. Af öðrum lofttegundum er ekki nándar nægilegt magn til að kviknað geti í lofti.