Getur það staðist að regnbogi snúi öfugt?

Ég sá regnboga snúa á haus, hvernig getur það verið?

BIRT: 10/02/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Regnbogi sem snýr öfugt er ekki venjulegur regnbogi, heldur myndast mjög hátt á himni.

 

Þetta fyrirbrigði birtist sem sagt miklu ofar en venjulegur regnbogi og myndast á annan hátt.

 

Ljósið brotnar í ískristöllum

Þetta er háskýjafyrirbrigði og stafar af því að ljósið brotnar í ískristöllum í þunnum skýjum, svonefndum klósigum hátt uppi í gufuhvolfinu. Ljósið brotnar þegar það berst úr lofti í annað efni, í þessu tilfelli ískristalla. Ljósið fer ekki á alveg nákvæmlega sama hraða gegnum þessi tvö efni og ljósgeislarnir breyta um stefnu.

 

Brothornið er misjafnt eftir bylgjulengd ljóssins. Ljós á löngum bylgjulengdum í rauða hluta ljósrófsins komast næst því að halda óbreyttri stefnu en ljósbylgjurnar í fjólubláa hlutanum brotna í krappara horn.

 

Hvítt ljós klofnar

Þannig klofnar hið upphaflega hvíta sólarljós í alla regnbogans liti. Það er þetta mismunandi ljósbrot sem myndar regnbogann í ískristöllum klósigans, rétt eins og venjulegur regnbogi myndast þegar ljósið brotnar í regndropum.

 

BIRT: 10/02/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórnin

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is