Rúbiksteningurinn er nú fáanlegur í rafrænni útgáfu. Í 26 smáteninga sem snerust á öxlum er nýja gerðin, „Rubik‘s TouchCube“ með sex LED-snertiskjái. Sérstakur skynjari fylgist með því hvað snýr upp og niður en sjö örflögur sjá um litina og snúningana. Nú er líka hægt að „hætta við“ fá ábendingu um næsta snúning og svo getur teningurinn leyst þrautina sjálfur meðan maður horfir bara á.