Lifandi Saga

„Grandið öllu þorpinu og íbúum þess“

Vorið 1968 var á sveimi orðrómur um að bandarískir hermenn hefðu myrt alla íbúana í heilu þorpi. Þegar þyrluskyttan Ronald Ridenhour fékk sönnun fyrir því að hryllingurinn hefði átt sér stað, ritaði hann bréf til bandarískra þingmanna. Stuttu síðar voru fjöldamorðin í My Lai á vörum allrar heimsbyggðarinnar.

BIRT: 08/01/2024

Phoenix, Arizona, USA, 29/3 1969

 

Góðir hálsar

 

Ég heyrði „Pinkville“1 fyrst nefnt á nafn í lok apríl og hvað í raun hefði átt sér stað þar.

 

Ég las fyrstu skýrsluna fullur efasemda en næstu mánuði á eftir heyrði ég svo margar sambærilegar sögur frá ólíku fólki að engin leið var að trúa ekki því að eitthvað ógeðfellt og blóðugt hefði átt sér stað einhvern tímann í mars í litlu þorpi í Víetnam sem gengur undir heitinu „Pinkville“.

1 – Pinkville var heiti sem hermennirnir notuðu um þorpið My Lai. Heitið átti sér rætur í því að þorpið var merkt með bleikum lit á landakortinu sem hermennirnir notuðu.

Í lok aprílmánaðar árið 1968 beið ég þess að verða fluttur yfir í herdeild E sem heyrir undir 51. fótgönguliðsdeild, þegar ég rakst á liðsforingjann „Butch“ Gruver sem ég kannaðist við frá dvöl minni á Havaí.

 

Gruver tjáði mér að hann gegndi nú herþjónustu við herdeild E en hefði fram til 1. apríl heyrt undir herdeild C.

 

Í þessu samtali okkar heyrði ég Pinkville fyrst getið.

Ronald Ridenhour

Var uppi: 1946-1998.

 

Þjóðerni: Bandaríkjamaður.

 

Atvinna: Þyrluskytta í bandaríska hernum, fréttamaður og rithöfundur.

 

Hjúskaparstétt: Ókvæntur.

 

Þekktur fyrir: Ridenhour varð á allra vörum þegar hann kom upp um glæpina sem höfðu verið framdir í My Lai árið 1969. Næstu árin á eftir starfaði hann sem rannsóknarblaðamaður og ljóstraði upp um spillingu innan hins opinbera. Settur var á laggirnar verðlaunasjóður í hans nafni sem heiðraði m.a. kvenréttindakonuna Gloriu Steinem og fyrrum Bandaríkjaforseta, Jimmy Carter.

Herdeildin „Charlie“ var sett á laggirnar árið 1968 en um var að ræða hluta af sérstakri einingu sem var send í leitar- og eyðileggingarleiðangra á Batangan-skaganum.

 

Heraflinn var með bækistöðvar á svæði sem var í um níu kílómetra fjarlægð frá borginni Quang Ngai. Gruver tjáði mér að herdeild „Charlie“ yrði fyrir skakkaföllum alla daga, einkum af völdum jarðsprengja og gildra sem faldar höfðu verið í landslaginu.

 

Vandamálin voru mest á tilteknu svæði sem virtist vera þakið duldum gildrum og óvinveittum hermönnum. Þetta alræmda svæði var að finna um það bil níu kílómetra norðaustur af Quang Ngai og hann gaf mér upp hnitin B.S. 728795. Hermenninir kölluðu svæðið Pinkville.

 

Einn góðan veðurdag í lok mars lagði herdeildin land undir fót og tók stefnuna á Pinkville. Fyrirmælin voru þau að eyða þorpinu og öllum íbúum þess, sagði Gruver.

 

Ég trúði honum fyrst í stað ekki en Gruver sannfærði mig um að hann segði sannleikann. Hann lýsti atburðunum síðan í smáatriðum.

 

Tvær aðrar herdeildir slógust í för með herdeild C og slógu hring um þorpið þannig að herdeild „Charlie“ gæti komist óhindrað inn í það, eyðilagt allar byggingar og myrt íbúana.

 

Hver einasti íbúi sem reyndi að flýja undan „Charlie“ var stöðvaður af hermönnunum sem umkringdu þorpið. Ég spurði „Butch“ ítrekað hvort allir hefðu verið drepnir. Hann sagðist halda að það ætti við um alla: karla, konur og börn.

„Herdeildin eirði engu, hvorki dýrum né fólki“.

Ronald Ridenhour, þyrluskytta.

Hann minntist þess að hafa komið auga á lítinn dreng, þriggja eða fjögurra ára gamlan, sitjandi á stíg.

 

Það blæddi úr skotsári á handlegg barnsins. Hann þrýsti fast á sárið með hinni hendinni og blóðið streymdi upp milli fingra hans.

 

„Hann stóð bara og starði með stóru augunum sínum. Hann skildi ekki hvað hefði gerst. Þá kom fjarskiptamaður fyrirliðans. Hann skaut drenginn til bana með M16-rifflinum sínum“, sagði Gruver.

 

Ástandið var svo hrikalegt að einn manna hans skaut sig í fótinn til að þurfa ekki að taka þátt í slátruninni áfram.

 

Einn af liðsforingjum sveitarinnar, undirlautinantinn Kally (hugsanlega er það ekki rétt ritað), safnaði þorpsbúunum saman í hópa. Hver hópur samanstóð af um tuttugu manns, af báðum kynjum og öllum aldurshópum.

 

Gruver hafði ekki sjálfur orðið vitni að þessu en fólk sem hann áleit vera sannsögult og heiðarlegt tjáði honum að Kally hefði slátrað hverjum einasta hópi með vélbyssu. Þorpsbúar voru á bilinu þrjú til fjögur hundruð og aðeins örfáir sluppu lifandi, sagði hann.

William Calley (fyrir miðju) varði sig fyrir rétti með því að segjast einfaldlega hafa verið að framfylgja fyrirskipunum.

Þegar ég kom í herdeild E fékk ég ýtarlegri upplýsingar. Liðsforingjarnir Michael Terry og William Doherty sem áður höfðu gegnt herþjónustu í herdeild C, sögðu mér að eftirlitssveit þeirra hefði verið á ferð gegnum þorpið.

 

Flestir íbúanna voru þá þegar látnir og þeir sem enn voru með lífsmarki voru leitaðir uppi og skotnir. Eftirlitssveitin eirði engum, hvorki fólki né dýrum.

 

Ég rakst á Larry La Croix liðþjálfa í júní 1968 í USO hermannaklúbbnumn í Chu Lai. La Croix gegndi herþjónustu undir stjórn Kally daginn hryllilega í Pinkville. Hann staðfesti sannleiksgildi frásagnanna og bætti svolitlu við.

 

Hermenn Kallys drógu fólk út úr kofum og hellum og söfnuðu þeim saman í hópa. Þarna voru bæði karlar, konur og börn. Þegar hver hópur var orðinn nægilega stór, fyrirskipaði Kally að fólkið skyldi skotið til bana með vélbyssum.

 

Þegar fyrsti hópurinn var tilbúinn fyrirskipaði Kally (sem síðar meir kom í ljós að hét William Calley, ritstj.) liðsforingjanum Torres (2) að velja hermenn til að meðhöndla vélbyssurnar og skjóta á þorpsbúana.

 

Hann hlýddi skipuninni en í miðjum atganginum hætti hann og neitaði að halda áfram að skjóta. Undirlautinantinn Kally tók þá við vélbyssunni og skaut alla eftirlifendur í þorpinu til bana.

 

2 – Esequiel Torres var einn margra óbreyttra hermanna sem neituðu að framfylgja skipunum Calleys. Enginn þeirra óbreyttu var þó lögsóttur.

Nákvæmlega hvar þetta gerðist í þorpinu Pinkville í mars 1968 veit ég ekki en ég er sannfærður um að það var eitthvað mjög ógeðfellt.

 

Ég er einnig sannfærður um að ef þú og ég trúum því í raun að land okkar grundvallist á undirstöðureglum á borð við réttlæti og jöfnuð frammi fyrir lögum, þá hljótum við að vilja láta framkvæma víðtæka og opinbera rannsókn á þessu máli.

 

Ég hef hugleitt að senda þetta bréf á dagblöðin, fréttastofur og sjónvarpsstöðvar en er nú þeirrar skoðunar að Bandaríkjaþing sé rétti vettvangurinn til þess að taka málið fyrir.

 

Sem samviskusamur borgari þessa lands óska ég ekki eftir að sverta bandaríska hermenn í augum alheims.

 

Það að fara í blöðin myndi áreiðanlega vekja mikla athygli en afleiðingarnar yrðu ekki endilega jafn uppbyggilegar og ef Bandaríkjaþing íhlutaðist um málið.

 

Með bestu kveðju,

Ron Ridenhour

 

Sjáðu viðtal við Ron Ridenhour árið 1969

Eftirmáli

Þrír þingmenn tóku málið upp og herdómstóll dæmdi Calley sekan um morðið á 22 einstaklingum árið 1971.

 

Maðurinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi en látinn laus að þremur árum liðnum. Málið vakti mikinn óhug í Bandaríkjunum og um allan heim og átti þátt í að breyta áliti almennings á stríðinu.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Lifandi Saga

Að sjá fangana var áfall: Hermenn grétu

Lifandi Saga

Að sjá fangana var áfall: Hermenn grétu

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

Alheimurinn

Stjarna breytir sér í demant

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Maðurinn

Svefnleysi skaðar þarmana

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Lifandi Saga

Þess vegna trúa milljónir á mýtuna: Barnaníðingar djöfulsins 

Vinsælast

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

3

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

4

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

5

Maðurinn

3 ókostir við greind

6

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

1

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

2

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

3

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

4

Maðurinn

3 ókostir við greind

5

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

6

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Maðurinn

Vanþroskað tvíburafóstur fjarlægt úr heila ársgamallar stúlku

Tækni

100 milljónir hafa kosið: Hér eru hin sjö nýju undur veraldar 

Lifandi Saga

Hvenær voru fóstureyðingar gerðar frjálsar í Bandaríkjunum?

Maðurinn

Angistargenið er nú fundið

Náttúran

Glæpir borga sig

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Maðurinn

Leiðbeiningar um uppeldi: Reiðilestur veldur niðurbroti í heila

Maðurinn

Hvernig er best að fara á klósettið?

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Á sjónvarpsskjánum leysti Raymond Burr hvert sakamálið á fætur öðru – í raunveruleikanum leyndi hann hins vegar sannleikanum um sjálfan sig.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.