Lifandi Saga

Grimmsævintýri: Bönnuð börnum

Gömlum þjóðsögum og ævintýrum hefur á síðari árum verið breytt í nýjum útgáfum víða um lönd. Í upphaflegri útgáfu Grimmsbræðra 1812 flaut blóð í stríðum straumum en það þykir nú ekki henta í barnabókum.

BIRT: 22/02/2024

Þýsku bræðurnir Jacob og Wilhelm Grimm höfðu börn ekki sérstaklega í huga.

 

Þeir rannsökuðu málbrigði og þjóðsögur og höfðu árum saman safnað sögnum og ævintýrum sem varðveist höfðu í munnlegri geymd, í þeim eina tilgangi að varðveita þýskan þjóðararf.

 

Fyrsta útgáfa ævintýranna 1812 var síður en svo auðlesin. Bókin var skrifuð á máli fræðimanna og henni fylgdi bæði langur formáli og fjölmargar neðanmálsgreinar.

 

Bókinni var ekki vel tekið í fræðasamfélaginu en bræðrunum til mikillar undrunar varð almenningur hrifinn og sögurnar nutu mikilla vinsælda meðal barna.

 

Árhrifin á höfundana voru ekki bara jákvæð. Þeir þurftu að velja milli þess að berjast áfram fyrir viðurkenningu fræðasamfélagsins eða laga ævintýrin þannig til að þau hentuðu börnum betur og græða þannig dálitla peninga á ævistarfi sínu.

 

Örðug lífskjör auðvelduðu þeim ákvörðunina og þeir sáu ævintýrin sem mögulega leið upp úr fátæktinni.

 

„Mér finnst við ekki geta gefið þau út eins og þau eru,“ skrifaði Jacob bróður sínum þegar þeir voru að huga að annarri útgáfu árið 1815.

 

„Það eykur söluna að bæta bókina, því margir sem eiga fyrstu útgáfuna munu kaupa þessa líka.“

 

Á næstu 40 árum voru ævintýrin talsvert umrituð, málfarið var lagað að samtímanum og siðferðið hreinsað, m.a. varðandi þunganir, blóðskömm og ofbeldi.

 

Limlestingar: ÖSKUBUSKA löðrandi í blóði

Í nýjum og nýlegum útgáfum missir ung, falleg stúlka foreldra sína og verður undirokuð þjónustustúlka hjá vondri stjúpu og öfundsjúkum stjúpsystrum.

 

Dag einn er öllum boðið á dansleik í höllinni og álfkona gefur Öskubusku dýrlegan kjól og skó.

 

Á dansleiknum hrífst prinsinn af henni en hún þarf að fara í flýti og missir af sér annan skóinn.

 

Prinsinn lýsir því yfir að hann muni aðeins giftast þeirri stúlku sem skórinn passi. Skórinn passar nákvæmlega á Öskubusku og hún fær bæði prinsinn og ríkið.

 

Í upphaflegu sögunni og öðrum eldri afbrigðum lætur stjúpan dætur sínar fá hníf og segir þeim að skera af fætinum ef skórinn passi ekki.

 

„Það verður dálítið sárt en hvaða máli skiptir það ef önnur ykkar verður drottning.“

 

Önnur sker af sér stóru tána en hin hælinn. Þetta kemst þó auðvitað upp því blóðið streymir upp úr skónum.

 

Prinsinn finnur svo loks Öskubusku og skórinn passar fullkomlega á hana.

 

Í annarri útgáfunni frá árinu 1819 fá stjúpan og dætur hennar makleg málagjöld. Dúfur ráðast að þeim og stinga úr þeim augun – refsing fyrir illsku þeirra og lygar.

 

Bannað kynlíf: RAPUNZEL svaf hjá prinsinum

Í barnvænu útgáfunni lokar illgjörn norn unga stúlku inni í turnherbergi og notar sítt hár hennar til að klifra upp þegar hún heimsækir stúlkuna.

 

Prins verður ástfanginn af stúlkunni og heimsækir hana reglulega.

 

Dag einn nefnir Rapunzel prinsinn í ógáti. Nornin klippir af henni hárið, rekur hana á dyr og þegar prinsinn klifrar upp kastar nornin honum niður í þyrnirunna, þar sem þyrnar blinda hann.

 

Rapunzel finnur prinsinn að lokum og tár hennar veita honum sjónina aftur.

 

Þá hefur hún fætt honum tvíbura.

 

Í nýrri útgáfum biður prinsinn hennar strax í upphafi og barneignin því ekki jafn ósiðleg.

 

Í upphaflegu útgáfunni lifa þau lengi í gleði og hamingju í turninum og nornin kemst að sambandi þeirra þegar Rapunzel er orðin þunguð og spyr nornina hvers vegna fötin hennar séu orðin svona þröng.

Foreldrarnir losuðu sig við börnin til að hafa meiri mat handa sjálfum sér.

Barnfórnir: Foreldrarnir yfirgáfu HANS OG GRÉTU

Í nýrri útgáfum þvingar vonda stjúpan mann sinn til að skilja börnin eftir úti í skógi.

 

Í fyrra skiptið komast þau heim en svo villast þau og lenda hjá mannætunorn. Börnin sigrast á norninni og komast heim, föður sínum til mikillar gleði.

 

Í upprunalegri útgáfu er engin stjúpa, heldur eru það foreldrarnir sem losa sig við börnin.

 

Almennt er upphaflega sagan frá árinu 1812 miklu viðameiri og fjallar meira um fátækt og hungur.

 

Þar verður neyðin svo mikil að foreldrarnir neyðast til að skilja börnin eftir „því annars deyjum við öll úr hungri.“

 

Móðirin er þannig full örvæntingar en í 4. útgáfu árið 1840 var henni skipt út fyrir stjúpmóður sem var hreinræktað illmenni.

 

ÞYRNIRÓS var nauðgað í svefni

Í barnvænu útgáfunni halda kóngur og drottning mikla veislu fyrir nýfædda dóttur sína en gleyma að bjóða einni af álfkonunum.

 

Í hefndarskyni leggur hún það á prinsessuna að hún muni stinga sig á snælduteini og deyja sem ung kona.

 

Önnur álfkona léttir byrðina þannig að Þyrnirós skuli bara sofa í 100 ár.

 

Í samræmi við álögin stingur stúlkan sig og sofnar og um leið sofna bæði dýr og menn í höllinni. Þyrnigerði vex upp og skýlir höllinni.

 

Eftir 100 ár kemur prins og vekur Þyrnirós með kossi.

 

Í eldri útgáfu reyna ótal prinsar að brjótast gegnum þyrnigerðið en það luktist um þá, hélt þeim föstum og þeir dóu aumlegum dauðdaga.

 

Þessi tiltölulega milda dauðdagaútgáfa í útgáfunni 1857 er þó hreinasta hátíð í samanburði við sum eldri afbrigði af sögunni.

 

Grimmsbræður sóttu innblástur í ævintýrasöfn sem Ítalinn Giambattista Basile gaf út upp úr 1630.

 

Í ítölsku sögunni stingur fögur stúlka sig á hörbroddi og fellur í svefn.

 

Konungur einn finnur hana og nauðgar henni í svefninum en fer svo sína leið. Stúlkan verður ófrísk og fæðir tvíbura. Annað barnið tekur að sjúga fingur móður sinnar. Við það losnar broddurinn og stúlkan vaknar.

 

Þegar drottning kóngsins kemst að því að hann hefur verið henni ótrúr, skipar hún hirðkokkinum að myrða börnin, matreiða þau og bera fyrir kónginn.

 

Samtímis lætur hún hlaða bálköst í hallargarðinum þar sem hún ætlar að brenna Þyrnirós. Konungurinn kemur þó til bjargar og lætur í staðinn brenna drottninguna.

 

Nauðgarinn og fórnarlamb hans lifa svo í vellystingum alla sína daga.

Þyrnirós stingur sig á snælduteini og fellur í djúpan svefn sem og öll dýr og manneskjur í höllinni.

Þyrnirós stingur sig á snælduteini og fellur í djúpan svefn sem og öll dýr og manneskjur í höllinni.

Svik: FROSKAPRINSINN var of ógeðslegur til að kyssa

Í barnvænu útgáfunni leyfir prinsessan froskinum að sofa í rúminu hjá sér í þrjár nætur í þakklætisskyni fyrir að hann sótti gullboltann hennar niður í brunn. Þegar hún vaknar þriðja morguninn sefur undurfríður prins við hlið hennar.

 

Þau lifa svo hamingjusöm til æviloka.

 

Í nýrri og rómantískari útgáfum, t.d. í Disneymyndinni „Prinsessan og froskurinn“ frá 2009 er það koss sem breytir froskinum í fríðan konungsson.

 

Í upphaflega ævintýrinu biður froskurinn líka um að fá að hvíla hjá kóngsdóttur að launum fyrir að sækja gullboltann.

 

En henni finnst þessi slímugi froskur svo viðbjóðslegur að hún þeytir honum í vegginn og segir „Þarna máttu hvíla þig, ógeðið þitt“.

 

En þegar froskurinn fellur á gólfið breytist hann í fríðan prins. Hann erfir þetta ekkert við prinsessuna. Þvert á móti gifta þau sig og verða hamingjusöm.

 

Öfundsjúk móðir: MJALLHVÍT fórnarlamb mannætu

Í barnvænu útgáfunni deyr drottning af barnsförum þegar Mjallhvít fæðist og konungurinn kvænist á ný.

 

Stjúpan verður mjög öfundsjúk þegar Mjallhvít vex upp og verður fegurri en hún sjálf. Hún skipar veiðimanni að drepa Mjallhvíti en hann fær það ekki af sér og þyrmir henni.

 

Mjallhvít finnur skjól hjá sjö dvergum. Drottningin kemst að því að Mjallhvít lifir og tekst að fá hana til að bíta í eitrað epli.

 

Dvergarnir fá ekki af sér að jarða Mjallhvíti og setja hana í glerkistu. Prins sem sér hana, verður ástfanginn og kyssir hana og rýfur þannig álögin.

 

Í gamalli útgáfu er það sjálf móðir Mjallhvítar sem vill hana feiga af því að „Mjallhvít átti sök á því að hún var ekki lengur fegursta kona í heimi.“

 

Móðirin skipar veiðimanni að drepa Mjallhvíti og færa sér „lungu hennar og lifur. Ég ætla að salta þau og sjóða og borða svo.“

 

Í fleiri en einni útgáfu fær vonda drottningin makleg málagjöld. Glóandi járnskór eru settir á fætur hennar og hún látin dansa í þeim þar til hún dettur dauð niður.

Í gamalli munnlegri frásögn sem varðveist hefur, gerir úlfurinn pylsur úr ömmunni.

Mannát: RAUÐHETTA át ömmu sína

Í hinni alþekktu útgáfu fer Rauðhetta að heimsækja ömmu sína og hittir úlf í skóginum.

 

Þegar úlfurinn fréttir af heimsókninni hleypur hann heim til ömmunnar, gleypir hana, fer í fötin hennar og gleypir svo Rauðhettu líka þegar hún kemur.

 

Eftir svo ríkulega máltíð fer úlfurinn og leggur sig. En veiðimaður sker upp á honum kviðinn og hleypir Rauðhettu og ömmunni út.

 

Til er eldri útgáfa með framhaldi. Hér hittir Rauðhetta líka úlf sem vill tefja för hennar en Rauðhetta hefur nú lært sína lexíu og hleypur beint heim til ömmunnar.

 

Úlfurinn eltir og prílar upp á þakið. Amman fyllir stórt trog með sjóðandi vatni og úlfurinn lendir í troginu og endar þar ævi sína.

 

Grimmsbræður fóru gætilega með blóðug og kynferðisleg atriði í samanburði við önnur tilbrigði sögunnar á svipuðum tíma. T.d. er skýr kynferðislegur undirtónn í sögu franska höfundarins Charles Perrault sem lætur úlfinn fá Rauðhettu til að leggjast nakin upp í rúmið hjá sér.

 

Munnlega varðveittar og enn eldri frásagnir eru nokkuð hrottafengnar: Úlfurinn gerir pylsur úr ömmunni og þvingar Rauðhettu til að borða með sér. Máltíðinni er svo skolað niður með víni úr blóði ömmunnar.

Lestu meira um Grimmsævintýri

Maria Tatar: The Hard Facts of the Grimm’s Fairy Tales, Princeton University Press,

 

2008, Red Skull Publishing: Grimm’s Fairy Tales

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

© Bridgeman Images,© Bridgeman & Shutterstock

Menning

Vit og vitleysa: Þökk sé stjörnuspekinni-nei fræðinni

Alheimurinn

Kína yfirtekur bakhlið tunglsins

Alheimurinn

Kína yfirtekur bakhlið tunglsins

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

7 óviðeigandi brandarar frá fornöld

Alheimurinn

Slær öll met:  Brúnn dvergur er heitari en sólin

Lifandi Saga

Hve fjölmennir eru rússnesku minnihlutahóparnir í Austur-Evrópu?

Lifandi Saga

Afþreying í gegnum tímann: Allt frá skylmingabardögum til sirkustrúða

Maðurinn

Þannig kemstu í gegnum þrep sorgarinnar

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Lifandi Saga

7 óviðeigandi brandarar frá fornöld

Alheimurinn

Slær öll met:  Brúnn dvergur er heitari en sólin

Lifandi Saga

Hve fjölmennir eru rússnesku minnihlutahóparnir í Austur-Evrópu?

Lifandi Saga

Afþreying í gegnum tímann: Allt frá skylmingabardögum til sirkustrúða

Maðurinn

Þannig kemstu í gegnum þrep sorgarinnar

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Vinsælast

1

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

2

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

3

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

4

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

5

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

6

Menning

Vit og vitleysa: Þökk sé stjörnuspekinni-nei fræðinni

1

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

2

Lifandi Saga

7 óviðeigandi brandarar frá fornöld

3

Maðurinn

Þannig kemstu í gegnum þrep sorgarinnar

4

Alheimurinn

Slær öll met:  Brúnn dvergur er heitari en sólin

5

Lifandi Saga

Hve fjölmennir eru rússnesku minnihlutahóparnir í Austur-Evrópu?

6

Lifandi Saga

Afþreying í gegnum tímann: Allt frá skylmingabardögum til sirkustrúða

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Alheimurinn

Hvað ef við höfum í raun fengið heimsóknir úr geimnum?

Læknisfræði

„Brennið í hvelvíti“: Alnæmi kallar fram það versta í Bandaríkjamönnum

Náttúran

Spendýr og eðlur skiptu um hlutverk

Náttúran

Hvernig brögðuðust risaeðlur?

Lifandi Saga

13 ódauðleg kveðjuorð

Maðurinn

Er hættulegt að halda í sér prumpinu?

Heilsa

Mold undir nöglum barna skiptir máli fyrir ónæmiskerfið

Lifandi Saga

England og Frakkland: Bestu óvinir í þúsund ár

7 óviðeigandi brandarar frá fornöld

Á þriðju öld eftir Krist skrifuðu tveir Grikkir niður 265 rómverska brandara. Safnið sem bar titilinn „Philogelos“ – „Ást á hlátri“, er það elsta í heimi og margir brandararnir standast enn tímans tönn. Hér færðu 7 af þeim bestu.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.