Search

Hafa fiseindir massa?

Fiseindir berast viðstöðulaust í gegnum hvað sem er. Hvers konar eindir eru það sem geta hagað sér þannig? Þýðir þetta að þær hafi engan massa?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Fiseindir eru án nokkurs vafa leyndardómdsfyllstar allra öreinda á sviði eðlisfræðinnar. Tilvist þeirra var sögð fyrir á fræðilegum forsendum árið 1930. Það gerði austurríski eðlisfræðingurinn Wolfgang Pauli og tilgangurinn var að skýra það fyrirbrigði sem kallast “betageislun”. Við slíka geislun umbreytist kjarni frumeindar skyndilega og um leið losar hún frá sér eina rafeind. En orkan varðveittist ekki eins og hún átti þó að gera samkvæmt einu af grundvallarlögmálum fræðanna. Pauli taldi að áður óþekkt öreind hlyti að flytja þessa orku burtu.

 

Margir töldu að ógerlegt yrði að sanna tilvist fiseinda í raunveruleikanum. Og þær fara vissulega í gegnum nokkurn veginn hvað sem er, vegna þess að engin rafmagnsverkun verður milli þeirra og annarra einda. En 1956 tókst bandarísku eðlisfræðingunum Fred Reines og Clyde Cowan þó hið ómögulega. Með því að koma fyrir skynjara rétt hjá kjarnakljúfi gátu þeir nýtt sér þá staðreynd að hann gefur frá sér ofboðslegan aragrúa fiseinda og af öllum þessum fjölda tókst þeim að greina fáeinar.

 

Síðar tókst mönnum einnig að sýna fram á að fiseindir berast frá sólinni. Gallinn var þó sá að ekki tókst að finna nema um þriðjung áætlaðs fjölda. Skýring kom ekki fyrr en 2001. Í kanadísku rannsóknastöðinni SNO (Sudbury Neutrino Observatory) tókst mönnum að slá því föstu að fiseindirnar væru í rauninni jafn margar og þær ættu að vera, en þær “hafa hamskipti” og taka á sig þrjár mismunandi myndir á leiðinni hingað. Aðeins ein þessara birtingarmynda sást með hefðbundnum aðferðum en hjá SNO gátu menn nú greint þær allar.

 

Að fiseindin skuli geta tekið á sig mismunandi myndir telja vísindamennirnir öruggt merki þess að hún hafi massa. Massann hefur enn ekki tekist að mæla, en vísindamennirnir giska á að hann gæti verið um þúsundasti hluti af massa rafeindar.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is