Náttúran

Háhyrningar réðust á bát og beittu áður óséðri aðferð

Óvenjuleg hegðun hóps háhyrninga út af Suður-Spáni virðist vinda upp á sig

BIRT: 28/06/2023

Í byrjun maí birtust fréttir af því hvernig hópur háhyrninga réðist á bát á Gíbraltarsundi um miðja nótt og sökkti honum á endanum.

 

Áhöfnin komst af og lýsti því hvernig tveir minni hvalir hefðu ráðist á stýrið að aftanverðu en stærri háhyrningur synti á fullri ferð inn í hliðina á bátnum.

 

Þetta atvik er reyndar aðeins eitt af fleirum.

 

Samkvæmt Atlantic Orca Working Group hafa síðan í maí 2020 verið skráð allt að 505 tilvik þar sem háhyrningar hafa sýnt einkennilega hegðun gagnvart bátum á svæðinu. Í einu af hverjum fimm tilvikum komu hvalirnir í veg fyrir að bátarnir gætu haldið áfram för sinni og þremur bátum var beinlínis sökkt.

 

Nú segir m.a. vefsíðan LifeScience frá öðru atviki þar sem háhyrningarnir viku talsvert frá áður þekktu mynstri.

 

Í langflestum tilfellum missa þessi rándýr áhugann og synda burtu þegar þeim hefur tekist að eyðileggja stýrið. En í nýlegri árás héldu háhyrningarnir áfram árásinni eftir að hafa eyðilagt stýrið á enn einum seglbáti og gáfust ekki upp fyrr en báturinn var kominn í höfn eftir að hafa verið tekinn í tog.

 

Þetta sérkennilega atvik er aðeins ein af 18 árásum á báta undan suðurströnd Spánar í maí 2023 en í fyrsta sinn sem þessir tannhvalir halda áfram eftir að báturinn hefur eyðilagst.

 

Reynt að fæla hvalina frá

Bæði á bloggi sínu og í viðtali við Daily Mail lýsir hin enska April Boyes sem var um borð, hvernig hún og félagar hennar í áhöfninni uppgötvuðu háhyrningana um hálftíu að kvöldi 24. maí.

 

Þau slökktu á vélinni og reyndu að beina athygli hvalanna að reipum og sandi sem þau köstuðu fyrir borð.

Einkennandi svartir og hvítir litir hafa þá verkun í sjónum að fórnarlömbin eiga erfitt með að greina háhyrningana fyrr en það er of seint.

Um háhyrninga

Latneskt heiti: Orcinus orca.

 

Stærð: Almennt 6-8 metrar eftir kyni og 3,5-6 tonn. Stærsti háhyrningur sem fundist hefur var þó nærri 10 metrar og vóg heil 10 tonn.

 

Ævilengd: Í frelsi geta karldýr orðið allt að 60 ára en kvendýr allt að 90 ára. Í haldi verða háhyrningar aldrei svo gamlir.

 

Mesti hraði: Háhyrningar ná allt að 56 km hraða.

 

Búsvæði: Víðast á hnettinum, bæði nálægt ströndum og úti á miklu dýpi.

 

Einkenni: Hvalirnir eru svartir og hvítir og með einkennandi gráan blett aftan við bakuggann. Litirnir hafa viss dulbúningsáhrif. Svartur litur á baki gerir hvalinn áþekkan myrku undirdjúpinu ofan frá séð. Að mestu leyti hvítur kviður hefur svipuð áhrif þegar bráðin sér hvalinn neðan frá og hann ber í ljósið ofan frá. Bakugginn er sá stærsti á nokkru sjávardýri og getur orðið 180 cm á karldýrum. Bakugginn er stundum dálítið boginn og sú kenning er til að það stafi af niðurbroti kollagens í snertingu við hlýtt loft. Hálflafandi bakuggi sést einmitt oft á tömdum háhyrningum sem einmitt eru mikið í snertingu við loft þegar þeir leika listir sínar fyrir áhorfendur.

April Boyes segir þó ekki hafa liðið á löngu þar til háhyrningarnir tóku að berja á stýri bátsins.

 

„Eftir um hálftíma var stýrið orðið ónýtt,“ skrifar hún og svo tók sjór að flæða inn í bátinn.

 

Áhöfnin bað fljótlega um aðstoð en sendi svo út neyðarkall þegar meiri sjór var kominn í bátinn en ráðið varð við. Báturinn var dreginn til hafnar en háhyrningarnir eltu bátinn áfram.

 

Árás í Norðursjó 19. júní

Mánudaginn 19. júní 2023 réðist háhyrningur skyndilega á 7 tonna bát á leið frá Hjaltlandseyjum til Noregs.

 

Rúmlega sjötugur hollenskur eðlisfræðingur á eftirlaunum, dr. Wim Rutten, var einn um borð. Hann sagði háhyrninginn hafa gert nokkrar atlögur að bátnum og einmitt ráðist á skutinn, en horfið svo á braut.

 

Dr. Rutten hafði frétt af árásum háhyrninga suður við Gíbraltar og varð því ekki um sel.

 

The Guardian greindi frá atvikinu tveimur dögum síðar og hafði þá rætt við sérfræðinga, sem sögðu það koma á óvart að þessi hegðun hefði borist svo langt frá ströndum Spánar og Portúgals, en atvikið gerðist um 3.200 km norðar en árásirnar við Gíbraltar.

 

Ýmsar kenningar

Í rannsóknarniðurstöðum sem birtust í tímaritinu Marine Mammal Science árið 2022 reyndu vísindamenn að gera grein fyrir þessari nýju og óvenjulegu hegðun háhyrninga í tengslum við báta.

 

Í ljós kom að langflestar árásirnar voru gerðar á seglbáta eða tvíbytnur og meðallengd þessara farkosta var um 12 metrar. Til samanburðar má nefna að fullvaxinn háhyrningur getur orðið meira en níu metra langur.

Þannig veiða háhyrningar

Háhyrningar veiða í hópum og beita mismunandi aðferðum. Háhyrningar veiða ekki einungis á öruggu dýpi, heldur eiga það til að fara alveg upp í fjöruborðið til að ná taki á sel.

Breyta fiskitorfu í hlaðborð

Með því að blása loftbólum og róta vatninu til með sporðinum þvinga háhyrningarnir fiskitorfu saman í litla kúlu sem þeir höggva síðan í og gæða sér á.

Brjóta ísjaka undan sel

Þegar háhyrningar koma auga á sel á ísjaka, lyfta þeir sér upp á jakann og mola smám saman utan úr honum þar til selurinn fellur í sjóinn.

Synda nánast upp á land

Jafnvel uppi í fjörunni geta selir eða sæljón ekki verið fyllilega örugg fyrir háhyrningum. Þessir hvalir eru þekktir fyrir að teygja sig alla leið upp í fjöruna og hrifsa seli eða sæljón sem þar eru að hvíla sig.

Vísindamenn vita ekki með vissu af hverju þetta sérkennilega atferli hefur tekið að breiðast út meðal háhyrninga.

 

Ein tilgátan er hreinlega sú að þetta sé eins konar tískufyrirbrigði eða „nýjasta dellan“ – en margar tegundir höfrungaættarinnar eru þekktar fyrir að taka upp á nýjungum sem síðan geta vikið fyrir öðrum.

 

Önnur tilgáta er sú að ástæðunnar sé að leita í erfiðri lífsreynslu eins staks háhyrnings í tengslum við bát, hann sé að leita hefnda og aðrir í hópnum hermi eftir atferli hans.

 

Enn hafa engir mannskaðar orðið af völdum þessa nýja atferlis háhyrninganna.

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Shutterstock,© Tony Wu/Nature Picture Library, © John Durban/NOAA

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

3

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

4

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

5

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

6

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Hvernig grær brotið bein?

Maðurinn

Öfgar persónuleikans: Úthverfur eða innrænn persónuleiki

Alheimurinn

Hvað verður um orkuna frá sólarljósinu? 

Lifandi Saga

Hvað gerðu blikksmiðir fyrr á tímum? 

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Í Hollywood-myndinni Braveheart svíkur Robert the Bruce málstað Skota og færir Englendingum William Wallace á silfurfati til grimmilegrar aftöku. Í veruleikanum var þessi skúrkur þó hetja Skota. Þótt frelsisbarátta Skota kostaði bræður hans lífið og systur hans enduðu bak við lás og slá, gafst hinn raunverulegi Braveheart aldrei upp.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.