Þéttir hattar eru orsök lélegs blóðstreymis og þar með skalla. Þannig hljómaði algeng skýring á hárlosi í upphafi 20. aldar. Sem betur fer kemur bandarískt fyrirtæki árið 1914 með lausn: hattaband sem leyfir frjálst flæði blóðsins. Bandið er búið tveimur opum, einu á hvorri hlið höfuðsins þannig að blóðið renni óhindrað upp til hvirfils og næri hárrætur.