Alheimurinn

Hættulegur fjallaakstur

Geimfararnir um borð í Apollo 15 eru fyrstir til að lenda á einu af fjallasvæðum tunglsins. Þar halda þeir í heila þrjá leiðangra en í þetta sinn í tunglbíl. En akstur á tunglinu er enginn sunnudagstúr – sérstaklega ekki upp brattar torfærur.

BIRT: 04/11/2014

David Scott getur ekki ímyndað sér nokkurn ævintýralegri stað fyrir lendingu á tunglinu en við rætur hins fjögurra kílómetra háa Hadley-fjalls. Þegar við aðflugið yfir Appenniner-fjöllum eru hann og félagi hans James Irwing algerlega heillaðir af fegurð hálendisins. Og nú þegar hann sem sjöundi maður í sögunni undirbýr sig fyrir að stíga fæti í tunglrykið, finnst honum þetta vel þekkta en engu að síður framandi landslag yfirþyrmandi í ægileik sínum.

Uppi í stiganum á tunglferjunni Falcon horfir Scott yfir hina gullnu og aflíðandi toppa Appenniner-fjallanna. Þegar hann klifrar niður stigann þann 31. júlí 1971 nötrar hann af eftirvæntingu. „Manninum er ætlað að kanna, og þetta er könnun eins og hún gerist best,“ segir hann spámannslega þegar hann stígur fæti niður á tunglið.

Geimfararnir eru búnir til langferða

Í fyrsta sinn í sögu Apollo-verkefnisins flytja geimfararnir í þetta sinn með sér bíl til að ferðast um á, en hinn rafknúni Lunar Rowing Vehicle er hreint ekki eina nýjungin um borð í Apollo 14. Auk þess að komast nú mun víðar um, geta geimfararnir séð fram á að vera á tunglinu í heila 67 tíma og fyrir utan tunglferjuna í allt að 7 og ½ tíma í senn – þ.e. helmingi lengur en fyrirrennarar þeirra. Þetta stafar af betrumbótum í svonefndu Portable Life Support System-bakpokanum sem geymir vatn, súrefni og kælikerfi.

En mikilvægast af öllu er að Scott og Irwing eru langtum betur undirbúnir í könnunarleiðangur en nokkur önnur Apollo-áhöfn: Þeir hafa fyrstir geimfara hlotið markvissa kennslu í jarðfræði og farið í ótal eyðimerkurleiðangra, þar sem þeir hafa safnað sýnum og þjálfað sig í að greina og lýsa bergtegundum. Með þessa þekkingu í farteskinu eru þeir nú reiðubúnir að framkvæma úrvals rannsóknir, sem er ætlað að veita nýja innsýn í sögu tunglsins.

David Scott hefur því ríka ástæðu til að vera bjartsýnn þegar hann stígur niður á tunglið og hefst handa ásamt Irwing við að losa bílinn frá Falcon. Meðan á fluginu stóð var ökutækið samanbrotið utan á hlið tunglferjunnar og með trissum færa geimfararnir það nú að yfirborðinu þar sem hjólin falla út og læsast í rétta stöðu.

Ríflega hálfum tíma seinna eru Scott og Irwing um borð í þessu þriggja metra langa farartæki sem líkist einna helst kassabíl, en er í raun eins konar geimskip á fjórum hjólum með eigið stýris- og talstöðvakerfi. Þrátt fyrir að tunglbíllinn losi rétt 35 kg er hann fær um að bera geimfarana í búningunum ásamt verkfærum þeirra og sýnishornum.

Farartækið nær um 10 km meðalhraða á klst. sem er fullmikið fyrir geimfarana; í hvert sinn sem bíllinn ekur yfir mishæð eða í holu – og Hadley-sléttan samanstendur aðallega af þessu tvennu – tekst farartækið á loft í stutta stund. Í fyrstu ökuferðinni finnst einkum Irwing eins og hann sitji óstýrilátan hest. Þegar Scott sveigir framhjá gíg verður Irwing að halda sér fast við sætið og talstöðvarsamskiptin til jarðar einkennast einnig af ókyrrð. „Haltu þér fast,“ hljóma aðvaranir Scotts í sífellu meðan Irwing svarar með taugastrekktum hlátri.

Af óþekktum ástæðum virkar framhjólastýringin ekki og Scott á örðugt með að venja sig við að stýra einvörðungu með afturhjólunum. Stundum er hann við að missa stjórnina og hvað eftir annað þarf hann að bremsa á síðasta augnabliki þegar farartálmar koma skyndilega í ljós.

Við Albue-gíginn staðnæmast geimfararnir til þess að safna fyrstu sýnunum, en halda síðan förinni áfram upp brekkur í átt að St. George-gígnum við rætur Appenniner-fjallanna. Útsýnið þaðan er svo stórbrotið að Scott er orða vant við að lýsa því: „Við horfum niður í dalinn og … það er heillandi,“ segir hann meðan hann lítur yfir svonefnda Hadley-hryggi sem sveigjast í gegnum dalbotninn eins og vitnisburður um fjarlæga fortíð, þegar bráðið hraun flaut í straumum á tunglinu. Í Houston sjá menn einnig þennan undarlega heim, því á tunglbílnum er myndavél sem sendir litmyndir til jarðar. „Fullkomlega ójarðneskt,“ segir einn af stjórnendum hjá NASA kankvíslega.

Stritað við að bora holu

Fjórum tímum eftir að þeir hafa yfirgefið Falcon snúa geimfararnir aftur á lendingarstað. Og meðan Irwing setur mælitæki upp í nágrenni Falcon hefst Scott handa við það sem á eftir að reynast vera erfiðasta verkefni dagsins. Hann á að bora tvær djúpar holur fyrir sendikanna en yfirborðið reynist vera eitilhart og í tvær klukkustundir stritar hann við að þvinga borinn niður í gegnum bergið. Þegar það loks tekst er hann svo aumur í fingrunum að honum finnst hann hafa verið sleginn með hamri. Til að bæta gráu ofan á svart er dúndrandi höfuðverkur í uppsiglingu, að líkindum vegna blindandi sólarljóssins, þannig að þegar Scott loksins hittir félaga sinn um borð í Falcon er hann ekki upp á marga fiska.

Daginn eftir, sunnudaginn 1. ágúst, er höfuðverkurinn sem betur fer horfinn og Scott gleymir sínum aumu fingrum þegar þeir Irwing halda í annan könnunarleiðangur ferðarinnar. Líkt og drukkinn ökumaður sé við stjórn sikksakkar tunglbíllinn yfir sléttuna í rykstróki framhjá gígum og farartálmum með stefnuna til Hadley-fjalls í 5 km fjarlægð frá Falcon. Án erfiðleika nær bíllinn upp fjallshlíðina og það er ekki fyrr en geimfararnir hoppa út til að safna sýnum sem þeir taka eftir því hve brattinn er mikill. Scott er við það að falla um koll og þegar hann endurheimtir fótfestuna og lítur á stígvélin sín, uppgötvar hann að tunglrykið nær langt yfir ökklana. Hjól tunglbílsins úr höggdeyfandi vírneti hafa hins vegar aðeins sokkið fáeina sm niður í rykið.

Félögunum verður skjótt ljóst hve erfitt er að athafna sig á fjallinu. Þröngir búningarnir torvelda allar hreyfingar og að ganga um í púðurlíku mánarykinu er rétt eins þreytandi eins og að vaða í leðju. „Ég vildi sannarlega ekki þurfa að klifra hingað upp,“ stynur Scott og horfir þakklátur á ökutækið. Síðar er tunglbíllinn við það að hvolfa þegar hann tekur að renna niður bratta brekkuna. „Afturhjólið nær engri snertingu,“ tilkynnir Irwing. Í stutta stund má engu muna en loks text mönnunum að koma farartækinu á réttan kjöl.

Við jaðar Spur-gígsins, svæði eftir árekstur loftsteins á stærð við fótboltavöll, staðnemast mennirnir enn á ný. Hnefastór steinn hefur vakið athygli þeirra og þegar Scott hefur burstað rykið af honum glittir í hvíta kristalla í sólskininu. „Ahhhhhh,“ stynur hann, „Oh, man,“ bætir Irwing við. Scott er sannfærður um að tunglsteinninn sé anorthosít, djúpbergstegund frá þeim tíma þegar tunglið myndaðist og uppnuminn flytur hann Houston fregnina: „Getið hvað ég hef rétt fundið … Ég held ég hafi fundið það sem við leituðum eftir.“

Eftir að hafa lýst steininum nákvæmlega leggur Scott hann varfærnislega frá sér í farartækið. Hann veit að þetta er mikilsverður fundur og löngu eftir að hann er lentur á jörðinni öðlast steinninn með sýnanúmerið 15415 viðurnefnið „Genesis Rock,“ (sköpunarsteinninn). Rannsóknir afhjúpa að steinninn er um 4,5 milljarða ára gamall og því álíka gamall og sjálft tunglið.

Spur-gígurinn reynist vera jarðfræðilegt ævintýraland og Scott og Irwing eru eins og börn sem sleppt hefur verið lausum í dótabúð. Himinlifandi fylla þeir poka með sýnishornum: „Sjáðu bara þennan“ og „Þessi gígur er hreinasta gullnáma“. „Kannski finnum við demant í næsta,“ heyrist frá stjórnstöð til áminningar um að geimfararnir eigi ekki að dvelja of lengi í gígnum. Aðrir staðir bíða með fleiri áhugaverðum fundum.

Eftir tæplega 5 klst. ferðalag setja Scott og Irwing stefnuna aftur á Falcon og þegar þeir komast niður á meira sléttlendi andvarpar Irwing feginsamlega. Í ökuferðinni hefur hann hvað eftir annað óttast að bílnum muni hvolfa – hugsun sem hann þorir varla að hugsa til enda. Án farartækisins þyrftu hann og Scott að ganga alla leiðina til Falcons og þar sem þeir hafa takmarkað súrefnismagn til umráða yrði vandinn ærinn. Og ef það versta hefði gerst, að öndunarbúnaðurinn bilaði, myndi einungis annar geimfaranna komast heilu og höldnu til baka í tunglferjuna.

Irwing biður Warden um sápustykki

Scott og Irwing eru daglega í sambandi við Alfred Warden sem hringar mánann um borð í stjórnfarinu Endeavour. Rétt eins og félagar hans er Warden önnum kafinn enda er stjórnfarið hið fyrsta í Apollo verkefninu sem er búið fjölmörgum mælitækjum á þeirri hlið sem snýr að mánanum.

Segja má að geimfarið sé eins konar vísindalegur könnunarhnöttur og í þá þrjá daga sem Warden er á braut hefur hann nóg að gera við að þjónusta þetta vopnabúr af mælitækjum og nemum, sem m.a. kortleggja yfirborðið og greina samsetningu steintegunda. Endrum og sinnum er þó tími til að spjalla við tvímenningana á tunglinu – eins og í þetta sinn á sunnudagseftirmiðdegi þegar Irwing kallar í talstöðinni: „Hey Al, vertu svo vænn að fleygja sápunni hingað niður,“ enda hefur hann, rétt eins og félagarnir, ekki komist í bað eða rakað sig í heila viku. Í raun og veru hefur hann engar áhyggjur af svita og skeggrót. Hann er himinlifandi yfir því hve vel heppnaður leiðangurinn hefur verið og þakkar sínum sæla.

Scott endurtekur 400 ára gamla tilraun

Í þriðja og síðasta tunglleiðangrinum aka geimfararnir næsta dag í vesturátt að Hadley-hryggjunum þar sem þeir safna bergtegundum frá bernsku tunglsins. Scott og Irwing hafa smám saman orðið hagvanir í veiku þyngdaraflinu og með löngum fjaðrandi skrefum stjákla þeir eftir hryggjunum. Á skjánum í Houston virðist þetta hættuspil og frá stjórnstöðinni berst áhyggjufull rödd: „Fyrir forvitnis sakir … hve langt frá hryggjarbrúninni eruð þið núna? Það lítur út eins og þið standið nærri hengiflugi.“ „Nei, nei, það er bara smá halli hérna,“ segir Scott hughreystandi.

Þegar geimfararnir eru komnir aftur í Falcon undirbúa þeir brottförina. En þó er eitt og annað sem Scott á enn ógert. Hann dregur fálkafjöður upp úr vasanum og stillir sér upp fyrir framan myndavél farartækisins þar sem hann lætur fjöður og hamar falla samtímis eins og endurtekningu á tilraun Galíleó Galíleis næstum 400 árum fyrr, þar sem Galílei lét tvær misþungar blýkúlur falla samtímis úr skakka turninum í Písa. Í lofttæmi tunglsins skella fjöðurinn og hamarinn samtímis í mánarykinu og í heyrnartólum sínum getur Scott heyrt fagnaðaróp frá stjórnstöðinni í Houston. „Það jafnast ekkert á við smá vísindi á tunglinu,“ tilkynnir hann og stekkur upp í ökutækið sem hann parkerar 100 metrum frá tunglferjunni. Fyrirhugað er að myndavélin skrásetji brottför Falcons þannig að áhorfendur geti í fyrsta sinn fylgst með.

Í um 6 metra fjarlægð frá bílnum grefur hann litla holu og kemur þar fyrir minnisvarða með nöfnum þeirra 14 geimfara sem látist hafa, þ.á.m. þriggja Rússa sem fórust við Soyus 11 harmleikinn fáum vikum áður. Við hliðina kemur hann fyrir álfígúru af geimfara. Athöfn þessa hefur hann undirbúið löngu áður sem persónulega hyllingu til látinna félaga. Nokkru síðar er Falcon á leiðinni frá tunglinu til endurfunda við Endeavour.

Erfiði leiðir til hjartsláttartruflana

Á heimleiðinni þarf Al Warden að fara út í fyrstu geimgöngu nokkru sinni sem gerist ekki á braut um jörðu. Markmiðið er að sækja þær upptökur sem áttu sér stað á braut um tunglið úr myndavélunum utan á þjónustufarinu. Scott og Irwing nýta tímann til að hvíla lúin bein. Þeir eru dauðuppgefnir eftir stritið á tunglinu þar sem þeir óafvitandi hafa reynst vera með hjartsláttartruflanir. Þessar truflanir halda áfram hjá Irwing en hann finnur einungis fyrir þeim sem örmögnun.

Allt fer eftir áætlun þar til kemur að lendingu í Kyrrahafinu. Ein þriggja fallhlífanna nær ekki að breiðast út og lendingin verður því öllu harkalegri en venjulega. Þetta varpar þó engri rýrð á leiðangur sem NASA segir hiklaust vera þann árangursríkasta frá fyrstu tungllendingu árið 1969. Í farteskinu hafa geimfararnir 78 kg af grjóti og steinum og meðan spenntir jarðfræðingar kasta sér yfir samtals 370 sýni, hefst undirbúningur fyrir Apollo 16 sem í apríl 1972 mun halda í rétt eins metnaðarfullan leiðangur á hálendinu við miðbaug tunglsins.

Skömmu fyrir lendingu á tunglinu er leiðangri Apollo 16 næstum aflýst. Eftir að búið er að aftengja tunglferjuna verður bilun í einni af eldflaugum stjórnfarsins. Þegar leiðangurinn fær loks, eftir langvarandi og spennandi greiningar, leyfi til að halda förinni áfram eftir 4 tíma seinkunn eru geimfararnir í tunglferjunni komnir í mikla tímaþröng.

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

4

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

5

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

6

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Sumt fólk sem ég þekki fullyrðir að hafa séð drauga. Ég hef aldrei upplifað neitt yfirnáttúrulegt. Er einhver skýring á þessu?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.