Maðurinn

Hávöxnum einstaklingum er helmingi hættara við kórónuveirusmiti

Einstaklingum sem eru hærri en 183 cm er helmingi hættara við smiti af völdum kórónuveiru en við á um lágvaxnari meðbræður þeirra, ef marka má nýja rannsókn sem gerð var við háskólann í Manchester.

BIRT: 13/08/2020

Vísindamennirnir söfnuðu saman gögnum úr spurningalista sem sendur var til hartnær tvö þúsund manns á Stóra-Bretlandi og í Bandaríkjunum.

Helmingi fleiri hávaxnir svarendur sögðust hafa greinst með COVID-19 en við átti um lægri meðbræður þeirra og vísindamenn segja niðurstöðurnar gefa til kynna að veiran dreifist ekki einungis með snerti- og dropasmiti heldur berist hún jafnframt í lofti.

Ef raunin væri sú að veiran dreifðist einvörðungu með því að stórir, þungir dropar úr munni eða nefi lenda á gólfi eða jörðu sem einstaklingar svo komast í snertingu við, þá myndi líkamshæð engu máli skipta fyrir hættuna á að verða fyrir smiti. Ef á hinn bóginn örsmáar eindir svífa um langtímum saman í hærri loftlögum, þá verða niðurstöður vísindamannanna loks skiljanlegar.

„Fjarlægðarmörk skipta ennþá miklu máli, því dropasmit er staðreynd en hins vegar hafa niðurstöður okkar sýnt fram á að grímur geta verið jafn mikilvægt – ef ekki mikilvægara – vopn í baráttunni gegn smiti,“

segir Evan Kontopantelis, prófessor við Manchester háskóla.

Í nýliðnum júlímánuði undirrituðu 239 sérfræðingar um gjörvallan heim bréf, þar sem læknisfræðileg samtök voru hvött til að viðurkenna að kórónuveiran geti borist í lofti.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) vill ekki útiloka að smit geti borist innanhúss í troðfullu rými með slælegri loftræstingu en stofnunin auglýsir enn eftir frekari rannsóknum á þessu sviði áður en endanleg niðurstaða verður kunngjörð.

Rannsóknin sem gerð var við Manchester háskóla verður jafningjarýnd á næstu vikum.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Heilinn sér andlit alls staðar og meðhöndlar þau öll eins

Náttúran

90 sekúndur til dómsdags: Viðbúin gegn hamförunum?

Náttúran

Vísindamenn undrandi: Svona myndast stærstu sandöldur heims

Náttúran

Stiklað á stóru um lotukerfið á 10 mínútum

Náttúran

Forneðlur lágu á eggjunum

Náttúran

Hve þungt er ljósið?

Maðurinn

Er til fólk sem skynjar ekki sársauka?

Maðurinn

Eru sjóböð að vetri heilsusamleg?

Maðurinn

Fyllerí: Svona slævir áfengi heilann

Alheimurinn

Hjarta Plútós varð til eftir árekstur

Lifandi Saga

Hvenær var skák fundin upp?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is