Lifandi Saga

„Hefnd þeirra er villimannsleg og ómennsk“

Gyðingurinn Chaim Kaplan sem var skólastjóri skráði villimennsku nasista í dagbók sína í gettóinu í Varsjá. Vorið 1942 hefjast tilfallandi ofbeldisverk þeirra og Kaplan finnur glögglega hvernig nasistar eru sífellt að herða tök sín á gyðingum. Fáum mánuðum síðar hefjast brottflutningar í gasklefana.

BIRT: 29/10/2023

22. apríl 1942

 

Í síðustu viku er grimmd nasista orðin svo skelfileg að hún dregur allan lífsvilja úr mönnum. Dauðinn er eiginlega betra hlutskipti en þessar ofsóknir. Ég er ekki að ýkja ástand mála hér.

 

Nasistarnir eru nú farnir að snuðra uppi einhver pólitísk brot sem við eigum að hafa framið í nútíð sem fortíð og aðferðir þeirra bitna á öllum. Þeir geta þannig í raun ákært hvern sem er um einhvers konar glæpi gegn hugmyndafræði sinni og þetta nýta þeir sér til hins ítrasta.

 

Og hefnd þeirra er villimannsleg og ómennsk. Hún felst ekki í refsingum siðmenntaðrar þjóðar með einhvern vott af skilningi á aðstæðum okkar, heldur fara hópar kaldlyndra morðingja um, froðufellandi af bræði sem þekkja hvorki náð eða miskunn.

 

Morðingjarnir sem Gestapo sendir út af örkinni ómaka sig ekki einu sinni um að ákæra þá sem þeir dæma til dauða fyrir einhver lögbrot. Þeir vaða fyrirvaralaust inn á heimili manna og skjóta einhvern vesalinginn bara beint í hjartastað – og lífi hans er lokið.

Síðasta dagbókarfærsla Chaim Kaplans er frá vorinu 1942. Ekki er vitað hvað varð um hann.

Frásagnir Chaim Kaplan frá gettóinu

Chaim Kaplan (1880 – 1942) var rektor í hebreskum skóla í Varsjá þegar stríðið braust út. Þrátt fyrir að Kaplan hafi í upphafi verið sannfærður um að „siðmenningin“ myndi sigrast á „þessum húnum nútímans“ gerði hann sér engar grillur um hvað biði gyðinganna.

 

Þann 1. september 1939 skrifaði hann í dagbók sína að það væri „engin von fyrir gyðinga“. Frá tímanum fyrir innrás Þjóðverja og fram að dauða sínum 1942 helgaði Kaplan sig því verkefni að greina frá hversdeginum í gettóinu og skrásetja þannig eyðileggingu nasista á samfélagi gyðinga í Póllandi.

 

Dagbókum Kaplans var smyglað út úr gettóinu skömmu fyrir andlát hans og eru þær nú einn mikilvægasti vitnisburður um hvernig lífið gekk þar fyrir sig.

Í Lesnostræti 41 voru móðir og sonur hennar drepin. Ég þekki ekki nöfn þeirra en þetta er satt. Þennan sama daga var forseti samfélags fatlaðra, Gorka, drepinn án nokkurra skýringa. Það sama á við um aðra sem voru drepnir. Dauðinn kom án viðvörunar.

 

Dag hvern er fólk drepið, fólk sem var fáeinum andartökum áður fullt af lífi og óttaðist ekkert illt, áður en þessir englar eyðileggingarinnar komu og sviptu það lífi.

 

Minnsta yfirsjón nægir til þess að nasistar hreinlega útrýma „afbrotamanninum“ á staðnum án dóms og laga, hvað þá heldur að undangenginni rannsókn. Kannski stendur einhver hinn rólegasti á götuhorni og nartar í brauð sitt (bara að við hefðum brauð) og sýpur á vatni og á næsta augnabliki er viðkomandi liðið lík á jörðinni.

 

Í dag vorum við sjónarvottar að slíku ódæði. Þýsk bílalest kom akandi eftir Okopowastræti og stoppaði allt í einu á götunni. Þýskur liðsforingi snaraði sér út úr einum bílnum.

Adolf Eichman hafði meðferðis skrá yfir alla gyðinga í Evrópu á ráðstefnuna í Wannsee. Skráin átti að tryggja að öllum gyðingunum væri útrýmt.

Nasistar ákveða að útrýma gyðingum

Í janúar 1942, þegar þýski herinn situr fastur í eðjunni utan við Moskvu, hittist hópur æðstu yfirmanna nasista í Wannsee, skammt frá Berlín. Meðal þátttakenda er yfirmaður SS, Henrich Heidrich og skilvirka skrifstofublókin Adolf Eichman.

 

Eichman hefur meðferðis skjöl sem varða búsetu allra gyðinga í Evrópu – af harla grimmilegum ástæðum. Nasistar hyggjast kerfisbundið reka þær 11 milljónir gyðinga sem fyrirfinnast í Evrópu burt og útrýma þeim. Á ráðstefnunni í Wannsee verða nasistarnir sammála um að finna „Endlösung“ eða endanlega lausn á þessu „vandamáli varðandi gyðingana“.

 

Skömmu síðar hefjast skipulegar fjöldaútrýmingar. Gettóið í Varsjá – þar sem Chaim Kaplan skrimtir – er þannig tæmt af gyðingum sumarið 1942 sem eru sendir til nærliggjandi útrýmingarbúða í Treblinka, Chelmno og síðar Auschwitz.

„Þessi þýski riddari“ sem var vopnaður frá toppi til táar, sendi ungum manni bendingu um að stíga til hliðar og standa þar. Ungi maðurinn hlýddi þessu þegjandi og hljóðalaust.

 

Þá dró þýski liðsforinginn allt í einu upp byssu og skaut unga manninn í brjóstið. Ungi maðurinn féll dauður til jarðar og enginn þorði að hreyfa legga eða lið.

 

Að þessu viðurstyggilega verki loknu steig liðsforinginn aftur upp í bíl sinn og hvarf á braut, eins og ekkert hefði í skorist.

 

Nasistarnir stunda þrenns konar hryðjuverk. Ein aðferð þeirra er sú að velja einhvern af handahófi og skjóta hann. Sérhver gyðingur sem hefur framið minnstu yfirsjón á þetta yfir höfði sér og vitanlega eru allir dauðskelfdir.

 

Gyðingum er einnig refsað með öðrum hætti: Fyrirvaralaust, án rannsóknar eða ákæru og utan dóms og laga. Öllum stendur ógn af skeytingarlausu ofbeldi þeirra. Á undanförnum dögum, fyrir framan þúsundir vegfarenda, hafa nasistar ráðist upp úr þurru á gyðinga sem ganga um göturnar í sakleysi sínu og lamið þá til óbóta.

 

Það eina sem nasisti þarf að gera, er að skipa einhverjum gyðingi að stoppa eða koma til sín „sjálfviljugur“. Þetta gera þeir einungis til að geta gengið í skrokk á okkur og miskunnarleysi þeirra er algert.

 

Þriðja aðferð þeirra felst í niðurlægjandi ókvæðisorðum sem er jafnan fylgt eftir með heiftarlegum barsmíðum. Sársaukavein fórnarlambanna blandast saman við hlátrasköll óðæðismannanna sem skemmta sér hið besta meðan á þessu stendur.

 

Viðlíka ofbeldi á sér stað alla daga í gettóinu, þar sem menn eru skotnir, kyrktir og barðir í klessu mörgum sinnum á degi hverjum.

 

Meira en 400.000 gyðingar lifðu í gettóinu í Varsjá, þegar fjöldaflutningar hófust árið 1942. Sagnfræðingar telja að um 300.000 þeirra hafi verið drepnir í gasklefunum eða við tilfallandi aftökur eins og Chaim Kaplan lýsir í dagbók sinni. Aðrir dóu úr hungri, sjúkdómum eða í uppreisninni sem síðustu gyðingarnir stóðu fyrir í janúar árið 1943.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: HENRIK ELLING

© United States Holocaust Memorial Museum.

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Býflugur: Sjö hlutir sem þú ættir að vita um mikilvægustu dýr heims 

Lifandi Saga

Brostu! Þetta er falin myndavél

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Lifandi Saga

Hvers vegna lítur dagatal svona út?

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Býflugur: Sjö hlutir sem þú ættir að vita um mikilvægustu dýr heims 

Lifandi Saga

Brostu! Þetta er falin myndavél

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Lifandi Saga

Hvers vegna lítur dagatal svona út?

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Vinsælast

1

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

2

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

3

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

4

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

5

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

6

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

1

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

2

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

3

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

4

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

5

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

6

Náttúran

Býflugur: Sjö hlutir sem þú ættir að vita um mikilvægustu dýr heims 

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Jörðin

Vísindamenn finna sönnun fyrir stærsta jarðskjálfta mannkynssögunnar

Maðurinn

Af hverju get ég ekki kitlað sjálfan mig?

Menning

11 dýrustu málverk heims

Maðurinn

Hversu lengi getum við lifað án matar?

Lifandi Saga

,,Kjarnorkusprengjurnar voru ástæða uppgjafar Japana“

Maðurinn

Hvað verður um líkamann eftir jarðarförina?

Maðurinn

Geta siðblindir lifað eðlilegu lífi?

Tækni

Vetnisflugvél fer sína fyrstu mönnuðu ferð

Býflugur: Sjö hlutir sem þú ættir að vita um mikilvægustu dýr heims 

Vel snyrtir garðar og landbúnaður á iðnaðarskala felur í sér að býflugur jarðar skortir bæði heimili og fæðu. Og að sama skapi ráðast örlög okkar af þessum iðnu frjóberum. Hér getur þú lesið um hvers vegna við getum ekki verið án þeirra og eins hvað þú gætir gert til að hjálpa býflugum.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is