Hefur jólasveinninn ávallt verið rauðklæddur?

Stór, skemmtilegur, þybbinn og rauður. En hefur jólasveinninn alltaf litið svona út?

BIRT: 09/12/2021

LESTÍMI:

2 mínútur

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

Smágerður, álfalegur jólasveinn.

Jólasveinninn hefur ekki alltaf verið klæddur eins og hann er í dag. Fyrir einungis einni öld var hann einatt sýndur klæddur dökkri skikkju og þegar borgarastyrjöldin geisaði í Bandaríkjunum á árunum 1861-65 birti tímaritið Harper’s Weekly mynd af honum þar sem hann minnti á smágerðan álf.

 

Smávaxni maðurinn studdi af heilu hjarta stríðsrekstur Norðurríkjanna gegn Suðurríkjunum og var hann látinn bera bláan frakka með hvítum stjörnum, í rauð- og hvítröndóttum buxum, í takt við tímann.

 

Blár litur táknaði von allt frá fyrstu tíð kirkjunnar. Fyrir bragðið voru jólasveinar þess tíma gjarnan látnir klæðast dökkbláu en þetta er einmitt sami litur og rússneski jólasveinninn Frosti afi kaus helst að ganga í.

 

Jólasveinn Kóka kóla

Rauði klæðnaðurinn kom fyrst fram fyrir alvöru í Bandaríkjunum í upphafi 20. aldar. Þá mátti sjá myndir af jólasveininum í rauðum klæðum, með hvítum loðbryddingum og þessi samsetning hefur sennilega átt þátt í því að gosdrykkjaframleiðandinn Coca Cola hóf að nota jólasveininn í auglýsingum fyrirtækisins.

 

Auglýsingaherferðinni var ætlað að breyta þeirri útbreiddu skoðun að Coca Cola væri einungis sumardrykkur. Teiknarinn Haddon Sundblom var ráðinn í það verk að skapa jólasvein fyrirtækisins og honum tókst svo vel til, að ekki einvörðungu breyttist Coca Cola í heilsársdrykk, heldur njörvaði hann niður, í eitt skipti fyrir öll, hugmyndir manna um það hvernig jólasveinninn skyldi líta út.

 

Gömlu íslensku jólasveinarnir 13 voru upprunalega ekkert í líkingu við hinn alþjóðlega jólasvein, tröllum líkir, þjófóttir, stórir, ljótir og luralegir. En á 20. öldinni runnu þeir smámsaman saman við hann með tímanum og í dag eru þeir ekki sömu tröllin eins og þeim er upphaflega lýst.

 

Birt 09.12.2021

 

 

Hans Henrik Fafner

 

BIRT: 09/12/2021

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is